28.12.2007 | 13:28
Skál og syngja Skagfirðingar.........
Álftagerðisbræður tvítugir ..... skála og syngja, er tónlistin sem hljómar hér um allt hús í augnablikinu, Gísli ( minn )keypti möppuna sem þeir gáfu út núna fyrir jólin. Það eru sko fleiri en frú Ingibjörg í Álftagerði sem eiga ektamaka með þessu annars ágæta nafni. Mér finnst gaman að því sem ég er búin að heyra, sakna þess nú samt svolítið að heyra þá svona heflaða og kurteisa syngjandi drykkjuvísur og fleira gott sem gjarnan er sungið í" græna herberginu " í Bifröst og karlaklósettinu í Miðgarði. Ekki fara nú samt að halda að ég komi oft á það klósett, menn eru bara svo tillitsamir að loka ekki á eftir sér, sé verið að syngja þar/og pissa. Bunuhljóðið heyrist hvorteðer ekki fyrir söng. Fyrir svo utan það að ég kem sjaldan orðið í Miðgarð, það er af sem áður var. Ef mig ekki misminnir þá eru á þrettándanum næsta nákvæmlega 36 ár síðan ég stakk kínverja undir stól við hlið mér, stödd þar á balli, afleiðingin..... bæði mann og stóll hafnaði upp á borði .... Og engum datt í hug að þessi kurteisa unga kona sem sat við hliðina á þessum annars ágæta manni ætti sökina á þessum hvelli enda var ég bara að kenna honum hvar ég vildi að hans hrammar hvíldu ... ergo ekki á minni lóð.
Úti er snjókoma eins og mann óskar sér um jólin, stór og yndisleg snjókorn sem falla beint niður á jörðina, öll tré eru skreytt þessari fallegu fönn, þurfa í raun ekki fleira skraut.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
.. skemmta sér og gera hitt.. eða var það eitthvað annað sem þeir gerðu ?? eða þá.. hvað er þetta hitt þarna í Skagafirðinum ??? ég er á norðurleiðinni á morgun (í dag) og það verður yndislegt að sjá sveitina hvíta og fallega, verst að helv.. sunnan skítaveðrið virðist ætla að elta mig, ef spár rætast, sem þær vonandi gera sem minnst af ;) í þessari heimsókn langar mig mikið til að ná að líta aðeins inn til ykkar Gísla, þeas ef þið verðið heima :) tékka á ykkur :)
Halla Guðmunds (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 00:47
Vertu velkomin nafna mín, við erum heima.........
., 29.12.2007 kl. 09:16
Halla mín, það er búið að breyta báðum þessum húsum okkar í Skagafirðinum, svo enginn söngur er lengur í "Græna salnum" né á karlaklósettinu í Miðgarði, það er af sem áður var. Hafðu það annars gott í hvíldinni fyrir sunnan,
áramótakveðja,
Helga Haralds.
Helga Haralds. (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 22:01
Halló Helga mín, þarna sérðu hve skelfilega langt er síðan ég kom í Bifröst... en síðast þegar ég kom í Miðgarð var enn sungið hástöfum á fja..... klósettinu.
., 30.12.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.