29.12.2007 | 09:48
Þá er komið að því.....
Að undirbúa sig fyrir útlegðina í Hveragerði, í endurhæfingu á sál og líkama. Er ekki alveg viss um í augnablikinu hvort er í meiri þörf fyrir endurhæfingu, sálartetrið eða búkurinn. En allt um það, ég byrjaði í gær að tína til nauðsynjahluti og fjölskylda og vinir vita alveg á hverju er byrjað ..... handavinnu. Án hennar fýkur geðheilsan fja...... til. Er nú samt ekki jafn stórtæk og ég hef oft verið við þá tiltekt. En það er fátt eins gott þarna og róin og hvíldin sem fæst með því að sitja með fallegt handavinnu verkefni, hlusta á góða tónlist og vita að það er ekkert sem er verið að vanrækja, ég þarf ekki að elda, þrífa né þvo, bara hvíld, þegar að þjálfun og meðferð hvers dags er lokið.
Er búin að leggja línurnar fyrir Maju og Gísla með niðurtekt á jólaskrauti og frágangi á því, hún hafði orð á því fyrir jólin að ég yrði að tolla hérna í einhver ár svo hún þyrfti ekki að læra upp á nýtt hvar ætti að geyma jólaskrautið. Í fyrra var ég niðri í litlu íbúðinni sem stendur núna tóm og bíður eftir Árnýju. Og það er mikið tilhlökkunarefni hjá okkur báðum að hún flytji. Nú fer að sjást í það, við skrifuðum undir kauptilboð í Efrimýra í gær og í janúar er stefnt á að enda þetta langa ferli, næstum meðgöngutími. Sá sem kom hér í gær með pappírana, sagði... nú skal þetta ganga. Ótal óviðráðanleg atvik urðu til þess að þetta dregst fram á árið 2008.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Til hamingju með undirskriftina.
Hvenær á svo að skella sér suður á bóginn?? Kíkir kannski í kaffi.
Kveðja
Alla Rúna.
alla rúna (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:24
Hafðu það gott í hvíldinni, þú ert gleðigjafinn minn og verður að vera hress.
Ragnheiður , 29.12.2007 kl. 14:05
Elsku Halla mín,
innilegar þakkir fyrir okkur - alveg frábært að fá þessa bók, gaman að geta lesið um bæinn sinn ;)
Ég sendi þér og Gísla okkar bestu nýárskveðjur og hafðu það gott í Hurdygurdy,
þínir vinir á Sturluhóli,
Eva og fjölskylda
Eva Gunnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 11:14
OO það verður gaman að hafa þig svona nærri
Til hamingju með undirskriftina.
Sjáumst fljótt mín kæra.
Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 13:40
Gleðilegt ár, hafið það sem allra best yfir áramótin og á nýja árinu.
Mummi Guð, 31.12.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.