. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Ekkert blogg......

Í gær, ég var í frekar lágu formi frameftir degi, hresstist þó heldur þegar ég mundi eftir að það væri landsleikur í handbolta klukkan fjögur, já og upphitun á undan.  Svo hringdi Árný til að minna mig á leikinn, hún ætlaði sko að horfa líka.  Ég urraði aðeins yfir að geta ekki setið við hliðina á henni, en ..... of langt að hlaupa þetta og hafa aðeins hálftíma til þess. Í stuttu máli sagt, leikurinn var spennandi mjög og ég guðsfegin að næsta herbergi var autt þennan klukkutímann og við mæðgurnar notuðum símann óspart. Í  seinni hálfleik flúði Tanjan bælið sitt sem hún var búin að gera sér ofan á Árnýju, eftir að hafa hrokkið illa upp nokkrum sinnum var kisu nóg boðið og flúði inn í herbergi.  Þessar upplýsingar skiluðu sér beint til mín..... Íslendingar voru að skríða yfir jafnteflið og það heyrðist vel í okkur báðum mæðgum.  Ekki spillti svo síðasta markið ..... æðislegt.

 Hér byrjaði svo vana rúnturinn í morgun úti í sundlaug, ég fór svo á göngubrettið áðan því ég fer ekki út núna í göngu,ástæðan ....... skítaveður með snjókomu.

En annars var helgin góð, saumaklúbbur á föstudagskvöldinu og svo varð Kristján Atli 14 ára á laugardaginn, svo amma náði að vera í afmæli hjá honum áður en ég fór aftur austur í "grasið".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halla mín takk fyrir samveruna á föstudaginn :)  kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Árný Sesselja

Knús frá mér mamma mín... Hlakka til að eiga fjarsamband öskrandi og gólandi yfir Ísland-Svíþjóð á fimmtudaginn :o)))

zwani.com myspace graphic comments
Graphics for Hugs Comments

Árný Sesselja, 15.1.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Solla

heja sverge er það ekki  Nei nei nei. Farðu vel með þig Halla mín. *knús og kremj*

Solla, 17.1.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband