18.1.2008 | 11:26
Andsk..... Svíarnir........
Ég er enn að jafna mig eftir hrellingar gærdagsins, mér var orðið verulega illt í hálfleik og það átti bara eftir að versna, um miðjan seinni gafst ég upp og slökkti, en ... bara smástund og sá þá klára.Það máttu þó strákarnir eiga að þeir gáfust ekki upp þó illa gengi, tapið varð þó ekki nema 5 mörk. Úff.
Gísli kom suður í gærkvöldi og var á nýja bílnum svo ég fæ að skoða og prófa núna um helgina þar sem hann ætlar að tolla sunnan heiðar fram á sunnudag og ég í fríi úr "grasinu". Ætlum að heimsækja börnin og barnabörnin í Keflavík og Reykjavík og njóta þess að leika við þau.
Ég er í einhverju þreytukasti þessa dagana, gengur illa við að losna við verki og óáran í minni vinstri hlið, nema að ég sé á kafi í vatni, þar gengur mér best að hreyfa mig. Þarna er víst skýringin á vanlíðaninni, ég er of dugleg í vatninu, þar er býfan rétt miskunnnarlaust í hinar ýmsu áttir, hoppað og hjólað, sparkað og það er svo að koma mér í koll frameftir degi. Enda er ég miskunnarlaust áminnt núna..... hææææææææægt kona, ekki svona mikið. Úti er kafasnjór svo að gangarnir eru notaðir óspart, það er eina hreyfingin núna ... svona að labba.
Ætla að hætta þessu núna , það styttist í mat og það er fiskidagur..... ekki á Dalvík.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Ekki ofgera þér, þú verður að geta strollað eins og herforingi útí í London eftir BARA 53 DAGA !!!
Sakna þín helling
Gerða Kristjáns, 18.1.2008 kl. 16:52
Ég segi bara eins og sumir "þú verður að passa þrýstinginn kona".
En hvernig er það, færðu ekki fullt af frábærlega hollum uppskriftum til að halda áfram grasáti þegar þú ert komin heim aftur? Ég er nefnilega að safna svoleiðis
Fjóla Æ., 18.1.2008 kl. 18:22
Vona að skapið sé betra eftir þennan leik
Solla (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.