. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Búið og gert.......

Í  amstri gærdagsins og úthringingum hafði ég ekki tíma til að blogga, en nú er búið að setja punkt, við skrifuðum undir kaupsamning í gær......  endanlegt, við erum búin að selja sveitina, eins og Árný segir.  Löngu og erfiðu ferli lokið, en við erum sátt.  Þarna kemur ungt fólk með barn...... og hugmyndir um frekari uppbyggingu á jörðinni, bara fínt.

Ég hélt  að ég ætti ekki eftir að sakna þess að sjá ekki smettið á Stebba Berndsen svo dögum skipti, en merkilegt nokk, hann var búinn að trassa alllengi að ljúka  endurbótum í eldhúsinu mínu, lét heyra í sér í gær og kom svo í dyrnar og ég hef von um að sauður sá verði búinn að þessu þegar ég skila mér heim.  Er nefnilega  að pikka þetta stödd á herbergi 646 á hótel Sögu, við vorum komin suður fyrir hádegi í dag, Gísli að sjálfsögðu beint að vinna en ég er búin að vera í letikasti í dag, enduðum daginn á  því að fara hér niður í kvöldmat og næs..... nokkuð sem gafst ekki tími til í gær.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÆ.

Rétt að kvitta fyrir innlitið og segja til hamingju með söluna.

Löngu ferli lokið.  Það er stundum til kaffi í Mosó ef þú hefur tíma og áhuga.

Alla Rúna. 

alla rúna (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Ragnheiður

til hamingju með söluna...

Ragnheiður , 28.2.2008 kl. 23:50

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Knús til þín og pabba

Rannveig Lena Gísladóttir, 29.2.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Guðrún Ösp

Jahérna.  þetta er skrítið.  En þó sveitin sé ekki ykkar lengur lifa minningar um svakalega margar góðar stundir í henni ávalt í mínu hjarta.  Til hamingju með undirskriftina.  Hér situr hjá mér lítill strákur með tár í augum.  En hann á eftir að átta sig á að Hólabrautin getur verið jafn góð til að heimsækja.

Guðrún Ösp, 29.2.2008 kl. 17:24

5 identicon

Til hamingju með söluna.  Ég segi nú bara eins og Guðrún systir, svakalega átti ég margar góðar stundir í sveitinni sem munu alltaf fylgja mér.                                                                                         Við mæðgur erum að skoða bloggsíður og vorum að rifja  upp hver hún Halla frænka í sveitinni væri :)

Kv. Elín Ása og María Sif

Elín Ása og María Sif (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:35

6 identicon

Til Hamingju með söluna vinan!

ég á samt held ég eftir að sakna Efrimýra.

Hafrún Eva (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband