31.12.2009 | 15:30
Áramót.......
Eru í kvöld og ég er ekki viss um að við þau verði ég jafn bjartsýn og í fyrra á sama degi. Ég var svo bjartsýn.. og barnaleg að halda að stjórnvöld myndu axla með sæmd ábyrgð þá sem sem á þau voru lögð. Það er langt síðan ég hef upplifað ár sem hefur verið jafn þéttpakkað af vonbrigðum með stjórnvöld. Lokavonbrigðin urðu svo í gærkvöldi.... eru menn löngu búnir að gleyma þeim gamla íslenska sannleik að orð skulu standa. Menn virðast ekki einu sinni vita hvað orðið samviska eða sæmd stendur fyrir.
Nóg um það, mitt blogg hefur aldrei verið ætlað til að ausa úr skálum skaps míns yfir stjórnmálum hér á landi. Þar hafa aðrir staðið vaktina með "prýði". Hér er gleði og gaman flestar stundir hjá okkur um jól og áramót, unga fólkið okkar sér til þess. Strákarnir hafa skipst á um að sofa niðri hjá frænku sinni og Halla Katrín gisti síðustu nótt. Þetta þykir mikið sport. Fyrir hádegið í dag plataði ég þá út með mér að grafa upp ruslatunnurnar, þær voru orðnar fullar. Sigurjón skemmti sér hið besta við að hoppa á innihaldinu, fyrst með pappa á milli en svo lét hann sig hafa það að sleppa pappanum, og hoppaði fast. Nú kemst töluvert rusl til viðbótar í tunnurnar.
Nú er það undirbúningur á síðasta græðgisáti ársins sem er að líða ... á næsta ári er það bara harkan sex við að halda í við sig og hætta að eyðileggja viktina með álagi........
Guð gefi ykkur öllum gleðilegt ár og takk fyrir gamalt, öll þið sem hafið lesið þessar hugleiðingar mínar sem rata hér inn......
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
gleðilegt ár Halla mín og takk fyrir liðna árið.
Ragnheiður , 3.1.2010 kl. 02:06
Gleðilegt ár Halla mín og hafðu þökk fyrir öll þau gömlu c",)
Anna Magga (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 10:43
Gleðilegt ár sömuleiðis elsku Halla :) og takk fyrir allt það gamla og góða ! Hafðu það dásamlegt !!
Sif (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.