Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
31.3.2009 | 11:26
Er enn stödd í borg syndanna......
Kvefuð og finnst lítið til um heilsu mína. Bót í máli að aðgerð í munni Kristjáns mín gekk vel í gær, mömmu hans leið hinsvegar ekki nógu vel. Hefur aldrei átt auðvelt með að sjá blóð sé það úr ungunum hennar, Óli var kominn til hennar þegar var verið að vekja drenginn og þetta togaðist svona aðeins í tímann, það kom í ljós ígerð og skemmd í beini og allt tók þetta tíma. Amman rölti því um fjögurleytið eftir nöfnu sinni á leikskólann og sleppti Lenu norður, einni með frændur sína, Smára Þór og Alexander Snæ.... og ákvað að vera lengur.
Nafna mín er að sleppa næturbleyjunni og gengur vel, það sýndi sig að hún þyrfti bara að vilja þetta sjálf, þá væri ekkert mál að vera bara alveg bleyjulaus.
Annan er í póstferð ... með pakkasendingu á Tryggingastofnun..... mann fékk næstum hjartaáfall við að sjá reikninginn sem hún kom heim með í gær.......
PS. úps..... Vala, ég var búin að gleyma viðkomunni á barnum á Montana..
Bloggar | Breytt 19.4.2009 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2009 | 21:49
Ég er á barnavakt ......
Nafna mín er sofnuð, Kristján er í tölvunni sinni og Sigtryggur er að leika sér við að byggja upp playmohúsið sem hann reif í morgun. Anna sefur, er að fara á næturvakt á eftir og Óli er í útivistarleyfi..... með þeim ummælum frá tengdó (mér) að hann megi hvorki koma fullur heim né með kvenmann með sér. Ég ætla að taka að mér að senda Önnu nývaknaða í vinnuna og passa börnin.... þangað til að húsbóndinn skilar sér heim. Kvefið er að angra mig stórlega, ég snýti og hnerra með stuttu bili og líti ég í spegil mæta mér rauðþrútin augu og bólgið nef eins og á argasta brennivínsberserk .... ég sem hef ekki áfengi smakkað leeeengi.
Arg og hóst, farin að snýta einu sinni enn...... og nýbúin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2009 | 11:36
Laugardagur........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 21:36
Er að .......
Hlusta á frekjuöskur í nöfnu minni, hún þurfti að gegna mömmu sinni að bursta tennur og búa sig undir að fara í rúmið Þetta líkaði þeirri stuttu enganveginn og nú má mamman ekki lesa fyrir hana.... nei pabbi lesa ... heyrist í gremjutón. En hún er þó á leiðinni í bólið og orðin sæmilega sátt.
Mér er að takast að kvefast, ekki óvenjulegt sé ég stödd nokkra daga sunnan heiða, en ég nenni því nú samt enganveginn, verst að ráða því ekki svona ein og sjálf......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2009 | 09:25
Ég var orðin þreytt.......
Í gærkvöldi og átti þó eftir að ljúka blogginu. Við Vala minntumst þess þegar til Keflavíkur kom í fyrrinótt að nú var liðið ár síðan að Huginn Heiðar kvaddi þessa veröld ....... eftir stutta og erfiða dvöl. Yndislegur drengur sem foreldrar og systkin umvöfðu kærleik og ást alla hans daga ...... alla daga er hans saknað og engu gleymt ..... elsku kallinn.
Mér mætti dánarfregn þegar ég kom á fætur í gær. Gömul vinkona úr JC félagsskapnum, sem hefur barist við krabbamein undanfarna mánuði, var öll. Jóhönnu Eyjólfs gleymir enginn sem kynntist henni, hvorki í leik né starfi. Gefandi, hlý, dugleg, stjórnsöm ... yndisleg. Ég hafði ekki séð hana lengi þegar ég hitti hana í marsbyrjun í fyrra, en það var eins og hafa hitt hana í gær. Nú rifja þau upp gamlar JC stundir, hún og Fylkir... ég efa ekki að hinu megin strandar voru vinirnir hann og Árni Ragnar í móttökunefnd.
Núna er það spurningin um að þurrka af sér tárin og takast á við daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 21:14
Varúð ... þetta verður langt .........
Það er nefnilega svo langt síðan ég bloggaði síðast. Hef svosem ekki margt til útskýringar/afsökunar á leti minni, ja nema hækkandi aldur og versnandi minni. En nú er ég bæði búin að fá áminningu og beiðni um að koma nú einhverju niður á blað svo að það er best að hysja upp um sig og byrja.....
En hvar þá? Þetta er sko ekki hægt, ég verð að fletta upp hvað ég bloggaði um síðast ....... og hafi einhver haldið að ég hafi flúið til London og skilið hjásvæfil minn til margra ára eftir í reiðileysi og með stíflað skólprör út úr íbúðinni, þá skal því hér með komið til skila að ruslamálaráðherra okkar til margra ára, Villi Harðar mætti á svæðið um leið og hringt var í hann þótt væri helgi og hreinsaði þessa stíflu ...... og fann orsökina. Hún er sem betur fer utanhúss og á yfirráðasvæði bæjarins. Ég er að hugsa um að færa þeim líka reikninginn frá því í fyrrasumar ... fyrir stíflulosun.
Sunnudaginn fimmtánda varð Emblan litla á Efrimýrum tveggja ára, okkur Gísla var boðið í afmæli sem við þáðum og var gaman að sjá litlu skottuna halda upp á afmælið sitt. Ég færði henni samt ekki neitt í afmælisgjöf, sagði mömmunni að ég ætlaði að færa þeirri stuttu eitthvað fallegt frá London. Afrekaði líka að versla afmælisgjöf handa nöfnu minni og Sigurjóni sem bæði eiga afmæli núna í apríl ..... neinei Sigurjón er fæddur 30 mars ....... götótt höfuð sko.......
Svo er það ferðalagið til London. Við Vala fórum héðan á miðvikudagsköldið beint í Keflavíkina á okkar einkahótel þar, að vísu með viðkomu í Fellahvarfinu hjá Ellu Boggu og Sævari. Snemma á fimmtudeginum var svo mætt í Leifsstöð og lagt í ,ann. Flugið hlýtur að hafa verið fínt, Vala sagði mig hafa hrotið alla heilu leiðina. Allavega svaf ég vært á mitt græna eyra. Okkur tókst að koma okkur alla leið á hótel með lest ..... sem okkur hefði ekki dottið í hug í fyrra að gera, hvað þá reynt. En Völu tókst þetta. Þetta virtist vera og var næsta auðvelt og það var ekki nema svona tveggja mínútna labb á hótel. Sem reyndist bara ágætt, Vala hafði að vísu áhyggjur af plássinu í kringum salernið, við skulum láta duga að segja að það vantaði ekki mikið uppá að mann stæði fastur veggja á milli, væri sest á prívatið. En allt slapp þetta fyrir horn, hvorug okkar sat föst þarna lengur en mann vildi ....
Við tóku skemmtilegar flækingsferðir, á safn, sýningu á handavinnu, búðaráp og horfa á mannlífið, nú þurfti Vala ekki út að reykja reglulega, hún er hætt, því var það eiginlega meir en fyndið þegar hún sótbölvaði þessum andsk..... reykingaþrælum við það að fá ösku fjúkandi framan í sig utan við dyr á hótelinu og ... þráðbeint í augun. Núna kom aldrei meira en holy sh .... þá stoppaði hún, minnug þess hve hún hræddi blásaklaust þjónustulið í fyrra eða árið þar áður. Núna gætti hún þess líka vandlega að sú gamla æddi ekki beint af augum út á götu ..... eftir að hafa litið í öfuga átt eftir umferðinni. Og læsi rétt á lestarkortið.
Við áttum alveg eins von á því að það hefði ekki mikið upp á sig að játa aðspurðar að við værum íslendingar, eitthvað ræddum við að segja blákalt að við værum frá Hollandi. En sannleikurinn er sagna bestur og því lét Vala þetta oft fylgja, hugmyndina okkar en sagði svo að við værum íslendingar. Sem reyndist bara vera allt í lagi, flestir hlógu bara að þessu. Og enginn hegndi okkur fyrir að játa þessa synd okkar.... að reynast vera íslenskar.
Heimferð gekk vel, þrátt fyrir lélegan svefn hjá okkur báðum, svefnleysið getum við þakkað þrem hundleiðinlegum Ítölum sem ýmist spörkuðu eða bönkuðu í sífellu á skjáinn í sætisbakinu fyrir framan sig og skeyttu engu um úrillar mæðgur sem voru að reyna að sofa í sætinu sem hýsti þetta ágæta sætisbak. Mig sárlangaði að missa níðþunga handfarangurstöskuna mína í hausinn á þeim sem sat fyrir aftan mig, þegar ég dró töskuna út úr hólfinu þar sem hún hafði kúrt í á heimleiðinni ...... hætti við þegar ég mundi eftir að ég gæti brotið það sem í henni væri við gjörning þennan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2009 | 13:44
Laugardagur .......
Við fórum í gærkvöld , afi og amma , að fylgjast með síðustu árshátíð sem Svanhildur okkar tekur þátt í í grunnskóla, næsta haust er hún komin í framhaldsskóla, Fjölbraut á Selfossi, þar er bróðir hennar fyrir. Þetta var ágæt skemmtun hjá þeim.
Veður var frekar fúlt í nótt, bætti við snjó og okkur til hrellingar er niðurfallið úr íbúðinni stíflað... aftur. Líst ekkert á ef indælið hann Villi nær ekki þessum fja.... úr lögninni.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2009 | 16:38
Föstudagurinn 13 mars ......
Mátti svosem vita það að dagurinn yrði eitthvað skrautlegur, mér er frekar þungt í skapi núna. Ætla samt ekki að viðra ástæðuna opinberlega.
Reyna frekar að horfa á góðu hliðar dagsins, Elísa og Anton eru búin að vera góðan bút úr deginum í kjölfarinu mínu, Svanhildur er að fara að taka þátt í sinni síðustu árshátíð í grunnskóla í kvöld og ...... það er ekki vika í London, með Völunni minni.
Ég er farin að sauma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2009 | 21:46
Jæja ......
Anna kvittaði þó, eitt af börnunum les rausið hennar mömmu. Gleymdi að tékka hvort Kiddi bróðir hefði rekist hér inn, þarf að skrifa honum. Já og Annan mín, það er ekki bara þér að kenna að það eru þrjú ár á dagatalinu.... ég prófarkalas þetta líka. Og sá þetta ekki heldur. Mestu skiptir að afmælisdagarnir eru réttir ... ætla ég rétt að vona.
Var að leika mér við Guðjón litla fyrir hádegið í dag, hann horfði svolítið brúnaþungur á mig á mánudagsmorguninn þegar hann var skilinn eftir smástund hjá ömmu, hafði ekki séð þessa ömmuna í hálfan mánuð en steingleymdi að vera fúll þegar ég rétti honum kexköku að naga. Þetta var sko litla átvaglinu að skapi. Í morgun tók mamma hans fram hvar kexið væri geymt.... ef ég ætlaði að endurtaka skemmtunina, hún ætlaði hvort eð var að klæða hann í hreint áður en þau legðu af stað í ferðalag eftir hádegið. Henni hefur líklega fundist drengurinn sóðalegur síðast, amma var þó búin að mylja af honum stærstu molana og þvo á honum hrammana..... við litla hrifningu drengsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2009 | 09:44
Er löngu komin heim.....
En það er svosem engin ástæða fyrir bloggletinni. Og er ekki ein um þá leti, var að fara hringinn hjá ungunum mínum...... Anna ekki sett staf á blað/blogg síðan 25 janúar.... á þessu ári, frænka hennar Gerða ekki síðan í fyrra, 18 nóvember, Lena mín ekki síðan 25 febrúar... á þessu ári, Árný ... á stysta halann ... 1 mars, Göspin mín, Mummi og Fjóla ..... laaaangt síðan síðast, skyldu allir vera fluttir svona ærlega á fésbókina að bloggið sé alveg dottið út.
Hvað um það, ég er mun hliðhollari blogginu en fésinu.
Ég átti alveg ágæta viku í borg syndannna, þurfti ekki að búa um rúmið mitt né elda mat í heila viku ... og tvo daga að auki. Heimsótti góða vini, fór í saumaklúbb og á kvenfélagsfund með netkellunum, svaf út flesta morgna og heimsótti börn og barnabörn. Við Ella Bogga náðum að ráðast í verkefni sem er búið að bíða okkar alllengi og það var sko gaman, nú erum við vissar um að við erum snillingar og getum allt .... punktur.
Það var gott að koma heim og eitthvað hafði það glatt stórusys að sjá loks ljós í glugga... þegar hún fór heim úr vinnu á laugardagskvöldið , henni hefði nú verið óhætt að reka höfuðið í dyrnar. Hér voru að sjálfsögðu allir hlutir í lagi .... nema súrmatartunnan hafði ekki þolað einveruna, ég henti innihaldi hennar og ekki laust við að færi hrollur um hjásvæfil minn við að sjá þetta "góðgæti" lenda í ruslinu. En ... bara vera þolinmóður Gísli minn, ég er að sjóða slátur og tunnan kemst ekki upp með neitt múður ... skal gæta þess vel að allt sé vandlega kælt áður en ég set aftur í tunnufj......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007