Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
24.1.2010 | 14:54
Vökuþorrablót .....
Var haldið í félagsheimilinu í gærkvöldi. Við ákváðum að fara enda liðin 13 ár frá því að síðast var farið á þetta tiltekna blót. En það kom babb í bátinn, landsleikur Íslands og Danmerkur byrjaði korter yfir sjö.... við næðum fyrri hálfleik. Frúrnar ( Lena og Árni fóru með okkur) voru komnar í bingogallan og búnar að setja upp andlit vel fyrir leik, já og opna hvítvínskútinn sem skyldi tekinn með á blót. Það hefði jú verið skandall að fara með vont hvítvín... testa fyrst. Það fór jú illilega um okkur mæðgur nokkrum sinnum meðan fyrri hálfleikur stóð yfir, en róuðumst töluvert þegar ljóst var að staðan í hálfleik var 13/15 ...... okkur í hag. Löbbuðum því yfir í félagsheimili sem var nánast tómt af fólki, það tíndust svona tveir og þrír í einu og mörg borð tóm þegar við settumst við okkar borð. Þeir sem mættu eftir af seinni hálfleikur hófst, komu fæstir inn í sal, stoppuðu í anddyrinu og horfðu þar á útsendingu frá leiknum. Það þýddi því ekkert að starta matnum fyrr en leikurinn var búinn og ekki laust við að væri farið að síga í sessunaut minn, hann var orðinn svangur. Og hefur minna en engan áhuga á handbolta. En leikurinn tók enda og við fengum að borða. Góður matur að mestu, Árni og Gísli kvörtuðu yfir að það væri varla lykt eða bragð af hákarlinum, ég veit ekki um bragðið en ég fann lykt.. Leikfélagsmeðlimir tóku að sér að skemmta blótsgestum og gerðu það á kostnað gesta mestan part ... hörkugaman hjá þeim. Á engan hallað þó að ég segi að þar hafi farið á kostum Kalli Ellerts og Sigrún Lovísa. Kalli er búinn að viðra svo oft grallarann í sér, en hún Sigrun ... þessi prúða og hægláta kona að breyta sér í svona frekar gleðilega ljósku....... þú ert snillingur Sigrún mín. Gerðu meira af þessu að rækta söng og leikhæfileika þína.
Annars lá við að ég hætti við að fara þegar ég sá miðann minn. Á honum stóð... ellilífeyrisþegar og unglingar .... ég er nefnilega viss um að ég tilheyri hvorugum hópnum.......
Bloggar | Breytt 1.2.2010 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 10:28
Stóra stelpan mín.....
Sem fór í fyrravetur að rifja upp hvernig væri að setjast aftur á skólabekk , á þann bekk hafði hún ekki sest síðan hún var fimmtán ára. Í haust ákvað hún að fara sömu braut og pabbi hennar og Lena, fara í nám sem skilaði henni viðurkenningunni viðurkenndur bókari. Þetta urðu margar ferðir suður yfir heiðar ... bensín er dýrt ..... og oft hefur hún verið viðskiptis eins og jarðýta... með ripperinn niðri, en hún hafði þetta. Þurfti að taka eitt próf upp aftur en fyrst hún þurfti þess, þá tók hún annað upp... til að vita hvort hún gæti ekki betur. Ekki furða þó að hún væri gott fet frá gólfi þegar hún hringdi í pabba sinn í miðju lummuáti í gær, hann skammaði ekki einu sinni okkur Árnýju fyrir að öskra hástöfum ... jess... við að heyra fréttirnar.
Ég er yfir mig stolt af henni, sem og hinum líka, er alltaf að sjá það betur og betur hvað ég er rík að eiga svona mörg börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2010 | 15:20
Bóndadagur.....
Og mínum heittelskaða eiginmanni tókst að komast á fætur án þess að vekja konu sína. Hefur sennilega vandað sig með meira móti að fara gætilega framúr, ég hef sofið illa undanfarið fyrir verkjum og oft ekki sofnað fyrr en undir morgun. Og er þá frekar skapstygg ef ég vakna svo um sjöleytið... með honum. Ég gleymdi svo að óska honum til hamingju með daginn þegar ég hafði mig á fætur og eldaði mat hjá þeim í hádeginu. Til að bæta úr hugsunarleysi mínu við hjásvæfil minn til tuga ára ..... fær hann lummur með kaffinu. Vonandi kemur hann heim á undan Árnýju, hún veit af lummunum... og þykir þær góðar.
Fór til Maju minnar í dag og þegar ég kom út heyrði ég í fugli og fannst eins og væri að koma vor, það er sex eða sjö stiga hiti úti og ótrúlegt um miðjan janúar að sé farið að vora. Sólin er farin að hækka vel og sýnir mér vel hve skítugar rúðurnar mína eru, en legg ekki í þrif á þeim. Nema þessari einu sem er út á svalirnar... það eru ekki bara kostir að búa uppi á annarri hæð......
Mér barst dánarfregn áðan, mamman mín á Þingeyri hringdi og sagði mér lát Davíðs Guðbergssonar. Mamma og hann eru bræðrabörn og hann var faðir Árna sem var í sveit á Núpi sem unglingur og fórst í bílslysi aðeins sextán ára. Veturinn sem Árný mín var á leiðinni... og hann vitjaði nafns og sýndi mér samt að þetta væri stelpa.
Á ströndinni hinumegin hafa því feðgar fallist í faðma, seinnipart nætur síðastliðna nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2010 | 15:49
Nýtt ár .... og ekkert bloggað.
Ég fékk áminningu í gær .... og var svosem búin að heyra svona ábendingar um að nýja árið safnaði dögum eins og óð fluga og ég skrifaði ekki staf, þrátt fyrir loforð þar um að standa mig nú sæmilega á nýja árinu.
Ég þurfti reyndar að eyða nokkrum þessara fyrstu daga ársins sunnan heiða í eltingaleik við bæklunarlækninn minn. Indæli það sendi mig í myndatöku á þessum liðum mínum sem verstir eru og svo átti að ákveða framhaldið daginn eftir í gegn um síma. Ég er ekki farin að heyra í honum enn, þrátt fyrir að hafa minnt á mig nokkrum sinnum við símadömuna hans. Er að hugsa um að nota spariröddina á mánudaginn... það eru komnar rispur í þolinmæði mína.
Það er svo hinsvegar margt sem hefur komið upp á í fjölskyldunni síðustu daga, alvarleg veikindi sem tekur tíma að sjá fram úr. Slæm staða og átök við aðstæður hjá sumum barnanna minna taka stundum toll af manni en, ...... börnin mín eru hörkutól þegar á þarf að halda... og mér þykir óendanlega vænt um þau.
Niðri á neðri hæðinni er Gummi tengdasonur að endurnýja baðherbergið, þar var sturtubotninn farinn að leka og veggur að fúna af þeim sökum og lykt herfileg. Meðan ég var sunnan heiða rifu þau Árný og hann allt út úr baðinu og hentu... nema salerninu, það fær að standa..... svo Árný þurfi ekki að koma allar ferðir á wc hingað upp ... .. þangað til að nýtt k....... er mætt á staðinn.
Það er á todo listanum mínum að finna fleiri gamlar myndir og setja inn á fésið mitt ... góðir hlutir gerast hægt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007