19.6.2009 | 09:12
Búin að finna........
Eiginmanninn ..... nú er hann bara í fótabaði í leifunum af skattaskýrsluhaugnum. Hafði orð á þegar hann skilaði sér heim snemma í nótt, að hann yrði kominn heim fljótlega eftir að lokað yrði í dag. Svo er það undirbúningur fyrir vesturferð til pabba og mömmu á Þingeyri um miðjan dag á morgun. Ætlum að bíða eftir Árnýju, hún ætlar með okkur.
Fór á stórskemmtilegan fótboltaleik í gærkvöldi, Hvöt fékk Breiðablik í Kópavogi í heimsókn. Þetta telst stórleikur á vellinum hér, en þrátt fyrir töluverðan mun á liðunum að mann hélt, þvældust heimamenn mikið fyrir Blikunum, það var liðið á seinni hálfleik þegar gestunum tókst að skora...... áður en leik lauk voru þeir komnir með annað mark.
Vala er á kafi við undirbúning smábæjarleika sem standa hér um helgina, hér á Húnabrautinni verður fullt hús gesta sem ekki er nýtt, Jón bróðir verður hér ásamt fleirum um helgina. Smárinn minn kom hér í dyr til ömmu í gær og hlakkar mikið til helgarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 13:47
Þjóðhátíðardagur ... 17 júní.
Og plönturnar eru komnar niður í mold í girðingunni okkar góðu fram á Núpi, við nutum góðrar hjálpar þeirra Árnýjar, Gerðu og Lenu + Antoni og Elísu og svo stýrði hún Sigrún stórasys verkum og nafna mín var með henni. Stórgóð stund sem endaði í grillmat sem snemmbúnum hádegismat. Rétt um það bil sem við vorum búin að taka saman áhöld og grill sem utandyra var .... fór að rigna. Almættinu líkar greinilega vel framkvæmdin og vökvar fyrir okkur allavega í dag.
Fyrir nokkru síðan, sofandi þarna framfrá í bílnum, dreymdi mig ömmu mína og nöfnu. Hún stóð við eldavélina í gamla eldhúsinu á Núpi og var að verma hendurnar á kaffikönnunni ofanverðri. Það gladdi mig því ósegjanlega þegar Gerða mín bað mig í gærkvöldi að hýsa þarna framfrá kaffikönnuna sem komin var í hennar hendur frá pabba hennar. Ég vil að kannan fari aftur heim sagði hún.
Enginn skal segja mér annað en amma sé enn að líta eftir mér. Og elsku Gerðan mín... takk fyrir að treysta mér fyrir könnunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2009 | 08:39
Helgin búin .......
Og ég komin heim með kallinn og skítugan bíl. Kom aðeins hingað heim í gær en var farin aftur uppeftir um tvöleytið. Ein..... þangað til að Gísli skilaði sér í kvöldmat, Lena, Árni og börn komu með afann uppeftir og borðuðu með okkur. Þeim líst vel á framkvæmdir og hafa hug á að nýta sér aðstöðuna, Árni minntist ekki á holur í vegi og viðkvæman bíl + fellihýsi. Síðan fóru þau og Gísli fór að vökva í skurðina. Okkur tókst nefnilega um helgina að leggja vatn þarna heim ... að vísu ofanjarðar, ég hafði það af að fara alla leið upp í vatnsból á laugardeginum og skoða en gamla vatnslögnin var þrælstífluð og ekki viðlit að hreinsa út úr henni nema með mikilli fyrirhöfn.... lögðum þetta því upp á nýtt. Og nú er það stefnan að rennbleyta alla mold í skurðunum áður en verður gróðursett í þá .
Alla helgina er búið að vera yndislegt veður, Annan mín og börnin voru komin í Núp á föstudagskvöldinu í kvöldmat, sem og Árný, en þau sváfu hér niðurfrá sem börnin voru ekkert alltof sátt við, en voru svo komin snemma nokkuð á laugardeginum til ömmu í sveitina, afi var auðvitað farinn að sinna skattinum.
Ég er alltaf að finna það betur og betur hve gott það er að vera þarna í kyrrðinni, rifja upp gamla tíma... hver veit nema að þær hugleiðingar rati seinna hér inn......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2009 | 14:52
Gamla sveitin mín....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2009 | 09:08
Góðan dag........
Löngu vöknuð, búin að fara góðan hring á fésinu, lesa moggann og borða. Vonandi góður dagur framundan, gærdagurinn endaði skemmtilega , fór á skólaslit og þar var Sassan hennar ömmu að ljúka grunnskóla. Hún kom svo til okkar afa og sýndi okkur einkunnir, sem og Lena gerði líka, hún kom með einkunnir sinna barna og sýndi okkur. Árný eldaði kvöldmat hér uppi meðan amman var á skólaslitum og Gerða kom og borðaði með okkur. Nú hamast hún við að pakka niður fyrir flutninga í Keflavíkina, byrjaði í gærkvöldi.
Gísli er enn á kafi í skattahaugnum, kíkir þó heim í kvöldmat og sefur yfir fréttunum, held samt að haugurinn sé að grynnast svo fari að sjá í kallinn. Svo er það vesturferð ..... með yngstu dótturina ... hún ætlar að koma með gamla settinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2009 | 17:10
Aftur komin helgi.....
Og þessi er löng, nefnilega hvítasunnuhelgi og því hafa margir frí á mánudaginn líka. Við hjónin komum heim um hádegið í dag eftir hálfsannars sólarhringsdvöl sunnan heiða. Auðfengin gisting á Bakkastöðum 75 í góðu rúmi, húsráðendur og afleggjarar eru vestur á Þingeyri. Við sváfum auðvitað ekki út venju frekar og um níuleytið hrakti ég vinkonu mína Elínu Aðalsteins á fætur með þeim ummælum að við værum á leið í morgunkaffi. Síðan var það næsta verkefni að finna opna gleraugnaverslun fyrir Gísla, hann var nefnilega með í fórum sínum resept fyrir tvennum gleraugum. Sú fannst niður í Kringlu. Þar kynnti indæll hjáparkokkur fyrir honum mikla nýjung í gleraugna umgjörðum, fislétt eintak .. ekki nema eitt gramm á þyngd. Ég hafði efasemdir.. hann á það til að hnerra með ótæpilegum hávaða og ég sá fyrir mér fis þessi þeytast af nefi hans út í loftið blátt og finnast ekki fyrr en eftir langa leit. Og þar sem þolinmæði hans er takmörkum háð þegar hlutir sem eiga sinn fasta samastað... eru þar ekki. Sem betur fer leist honum ekkert á þetta heldur. Næst fóru á nef hans gjarðir.. líka úr títan en efnismeiri og heil fimmtán grömm..... voila...... þetta var bara eins og þau ættu heima á nefi þessu. Þangað til að hjálparkokkurinn sagði að eintakið kostað 51 þúsund krónur.... íslenskar. Ég er ekki viss um hvort þeirra hrökk meira við. Gjarðirnar á borðið og haldið áfram að leita. En nú var álitsgjafinn ( ég ) farinn að skipta sér af, ekkert af því sem á nef Gísla var sett fannst mér nema sæmilegt í besta falli svo endirinn varð sá að hann keypti þessar fokdýru gjarðir... og kennir mér um.
Komin þarna út teymdi ég hann inn í skóbúð, ætlaði að vita hvort ég fengi á mig gönguskó .... ójú þeir voru til, meir að segja Gísli fer að skoða og fann á sig skó, sem hann fékk "leyfi" til að kaupa ... ef ég mætti henda þessum tvennu sem voru nýburstaðir á forstofugólfinu heima. Hann fullyrðir reyndar núna að ég megi bara henda öðrum skónum, það er að segja öðru parinu. En hann var ekki hættur. Eftir var að kaupa stóla og borð fyrir útilegur á Núpi, ferðasalerni sem farið var vinsamlega fram á að yrði sett í kofann sem á að setja þarna niður, já og fætur undir ferðagrillið. Ég veit ekki hvað fólk hefur haldið þegar við röltum út út Húsasmiðjunni, Gísli með stóran kassa í fanginu og ég á eftir honum ..... með pönnu eina stóra í annarri hendi.
Svona til að vera viss um að rata í afmælið hennar Oddnýjar og heim aftur, endaði hann á að kaupa sér GPS tæki. Ég sem hélt að væri nóg að fletta upp í mér.
En í afmælið fórum við og skemmtum okkur ágæta vel, þarna voru margir mættir til að gleðjast með henni, gott að borða og gott að drekka og það lá vel á afmælisbarninu.
Takk fyrir okkur Oddný mín og Jökull .... sem steikti partýbollurnar.
Bloggar | Breytt 3.6.2009 kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2009 | 17:41
Blautur dagur ..... utandyra.......
Þorði ekki annað en að taka fram að rekjan væri utandyra svo fólk héldi nú ekki að ég væri farin að staupa mig í miðri viku. Ég sem ætlaði að skipta á rúminu mínu og henda sængunum út á svalir til viðrunar, þessi annars ágæta hugmynd gengur ekki upp, ég þyrfti að hjúfra mig undir blautri sæng í kvöld. Og til þess langar mig minna en ekki neitt......
Á föstudagskvöldið síðasta komu þau norður Ella Bogga og Sævar til að sækja sinn húsbíl í Torfalæk. Við Gísli fórum á móti þeim þangað með númeraplöturnar, áttum góða stund yfir kaffi með húsráðendum á Torfalæk og fórum síðan á báðum bílum í Núp. Vanbúnum svona að vissu leyti, en einhvern mat hafði ég tekið með til morgunfóðrunar, kaffi og brauð til að snarla um kvöldið, og áttum þarna ágætt kvöld. Laugardeginum eyddum við Ella hér heima, eftir hádegið... með Gísla í vinnunni og Sævar sofandi inni í rúmi, tókum svo til grillmat og græjur til að fara aftur uppeftir. Með kallana að sjálfsögðu, þeir áttu að grilla. En það er ekkert sem tekur því fram að vera þarna, við Ella rifjuðum upp margt frá fyrri tíð og það var ekki laust við bros hjá mér þegar við vorum að tala eitthvað um Þorvald og ég tók eftir að Ella Bogga var komin með hendur aftur á bak eins og hann gerði svo gjarnan á göngu.
Ekkert tekur fram góðri helgi með góðum vinum.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2009 | 20:36
Yndislegur dagur..........
Sem hófst svo snemma að ég ákvað að sofna aftur og vaknaði bara mátulega til að hleypa Árnýju og Önnu Guðbjörgu í ísskápinn minn, þar var það sem þær vantaði í morgunfóður, mjólk. Svo þurfti ég að fara í sundleikfimi , leitaði að Smáranum þegar heim kom og þá var hann lagður af stað til pabba síns, Solla hafði fengið far fyrir hann. Svo voru þetta bara rólegheit þangað til að kominn var tími á að mæta í kirkju. Þar beið skírnarbarnið ásamt fleirum og þetta varð hin besta og notalegasta stund. Drengurinn var þreyttur og volaði pínu en var annars þægur sem og bræður hans. Svo fórum við upp í Hnitbjörg á sýningu og svo í kaffi sem okkur fannst alveg snilld sem skírnarveisla.
Góður dagur.
Bloggar | Breytt 28.5.2009 kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2009 | 11:27
Best að blogga ....
Áður en Guðjón Freyr mætir á svæðið, hann ætlar að vera hjá ömmu meðan mamman og amma Inga eru í leikfimi. Reynslan af því að pikka í gær með barn í fangi... Embla... var ekki góð. Nógu lengi er ég nú samt að þessu með minni eigin útgáfu af fingrasetningu. Við sóttum húsbílinn okkar í Saurbæ í gærkvöldi og nú er bara að þrífa, gera, græja... og leggjast svo út. Það verður nú reyndar bara yfir eina og eina nótt meðan Gísli er að losa hengingarólina skattsins af sér.
Búin að fara fyrstu ferð í Núp til að kanna færi og merkja fyrir girðingu sem á að reisa þar á allra næstu dögum svo að mann geti sofið þar róleg og ekki vaknað með frísandi hross nærri undir koddanum sínum. Eða rolluófétin, ekki eru þau skárri.
Mér tókst ekki að ljúka áður en ömmustrákur kom, en hann situr hinn rólegasti og fylgist með......
Bloggar | Breytt 21.5.2009 kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 19:34
Þá er komið að því..........
Eurovision keppnin er hafin og nú er það sænska skelfingin sem skefur að innan á mér eyrun, ég er hér ein að fylgjast með þessu. Ekki einu sinni börnin tolldu heima, Smárinn er í partýi hjá vini sínum Pétri Arnari og Anna Guðbjörg fór með frænku sinni Árnýju til Lenu og Árna. Ergo .... ég er hér ein að rolast yfir þessu, það er fyrir neðan virðingu hjásvæfilsins míns að fylgjast með þessu "góli". Lyst mín á rauðvíni kvöldsins fauk á miðju glasi númer tvö ... ég sé fram á afar skemmtilegt kvöld.... í mínum eigin félagsskap.
Best að fylgjast með Jóhönnu Guðrúnu, hún er næst á svið.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 113430
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007