. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Valhallarvitleysan......

Forvitnin að drepa mann, nú sit ég og blogga á meðan ég bíð eftir að fylgjast með fréttamannafundi í beinni frá borgarstjórnarfundi sem var fluttur í Valhöll úr ráðhúsinu, annað hvort til að fela fundinn eða styttra væri fyrir forsætisráðherra og/eða aðra sjálfstæðismenn að skipta sér af þessu klúðri Villavill.

Helgin var ágæt þrátt fyrir slæmt veður um allt land nánast og alltof mörg af strumpunum mínum á ferðinni.  En öll komust þau á leiðarenda óskemmd og án hrakninga sem betur fer.  Gísli var að leysa dótturina  af um helgina í sveitinni, ég hélt mig hér heima við. Saumaði og snerist í kringum sjálfa mig, langaði á þorrablót en ekki Gísla..... ergo ...  hvorugt fór á blótið.  Það gerðu hinsvegar Saurbæjarhjón og Andri og gistu hér það sem eftir lifði nætur, svo við fengum fréttir af blótinu með morgunmatnum... svona í seinna lagi samt.  Þau fóru svo héðan á gamla Musso, þeirra bíll hafði neitað frekari notum í bili þegar komið var á Blönduós á leiðinni á blót.... og fór ekki lengra.  Afleiðing... það þurfti að þíða Andrann upp við heimkomu í Saurbæ, hann sat sumsé undir stýri á þeim bilaða, skítköldum hangandi í spotta aftan í gamla Musso.

Jæja þarna eru einhverjir að velta niður stigann í Valhöll.... ekki Villi samt. 


Þetta bjargaði deginum......

Takk kæra Guðný, hver sem þú ert, stuttu eftir að ég setti þetta inn í gær datt út netið hjá mér, svo að ég var sambandslaus til morguns, er ekki búin að rifja upp svo margt sem var í hvíld í fimm vikur. Gísli bjargaði netinu þegar hann kom heim í morgun, hann var uppi á Mýrum í nótt, ofsaveður sá til þess. Ég hélt á tímabili í gærkvöldi að þakið tæki af húsinu, eða grenitréð mitt góða brotnaði, þetta er alversta veður sem ég hef upplifað hér á efri hæðinni á 11.  Merkilegt nokk, mér leið samt ekki illa, gamalt ráð virkaði vel, bænirnar mínar, faðir vor og ......... amma passaðu mig.

Bjartsýni dauðans.....hjááálp

Að halda að ég myndi hvar í ósköpunum ég hefði séð texta á netinu, sem ég finn svo ekki núna. Þetta eru nokkrar vísur um litla stúlku sem er að gefa fuglum brauðmola og heldur að þeir séu að biðja um meira þegar þeir fylgjast með henni, eina línan sem ég man er... mamma ég held að þá langi í meira. Ef einhver hefur séð þetta, mig minnir að ég hafi lesið þetta á bloggi einhvers......viltu láta mig vita......

Ævintýri öskudags.....

Ég færði möppudýrunum mínum mat í hádeginu og komst þá að því að það var fúlasta alvara hjá þeim að planta mér niður við fremsta borðið á skrifstofunni milli eitt og þrjú .....til að þau hefðu vinnufrið fyrir syngjandi skrímslum ( börnum ) af hinum ýmsustu stærðum. Hvað lætur mamma ekki hafa sig út í ?  Fór samt snögga ferð yfir til að ná mér í handavinnu, það yrði varla stöðugur straumur. En ..... var ekki komin til baka þegar fyrsti hópur birtist, Gísli bjargaði mér fyrir horn.  Síðan tíndust þau inn, flest sungu þau bara nokkuð vel, nema að gamli Nói var ekki að mínu skapi, það er að segja textinn, þau sem sungu um kallangann voru búin að setja hann undir stýri á bíl með hinum herfilegustu afleiðingum.  Sum könnuðust þó við upphaflega textann. Flest sögðu takk fyrir svalafernuna sem í boði var og enginn var ókurteis.  Ég stillti mig um að pína þá sem áttu venjuleg erindi á skrifstofuna til að syngja fyrir mig, það hafði jú hvarflað að mér.  Verst að Jóhannes á Torfalæk kom ekki fyrr en eftir lokun, hefði getað hugsað mér að gera könnun á sönghæfileikum hans. Ég held að hann sé vita laglaus...

Perlu dagsins átti þó Lena, ég hafði fengið mér svala að drekka sem ég játaði náttlega fyrir Gísla og bauðst til að syngja að launum, já og get það vel, Lena tók undir að ég gæti jú sungið, en.... þau gætu kannski ekki hlustað. Það var nú það.......

Snilldir dagsins voru þó ekki úti, kisan mín átti þá síðustu í dag.  Ég ætti nú kannski ekki að segja frá þessu, karlkyns lesendur hætti hér.... kvenkyns haldi áfram.  Ég þurfti að pissa, stödd í sveitinni minni, jú ég á hana enn..... og þar sem ég var ein inni í bæ, hirti ég ekki um að loka hurðinni.  Frekjan mín loðna elti mig inn og nuddaði sér utan í fætur mína og þar sem ég gerði mig ekki líklega til að sinna henni..... þá gerði hún sér lítið fyrir og stökk hún upp á ber lærin á mér. Kisu til hróss voru klærnar ekki úti, annars hefði ég líklega hafnað argandi uppí baðkerinu.

Pabbi var ekki svona heppinn í gamla daga þegar kisan hans Valla stökk niður á bert bakið á húsbóndanum seint að kvöldi þegar hann skrapp fram á fjósgang til að slökkva á ljósamótornum, sú kisa hafði allar sínar klær úti og var heppin að gamli náði ekki til hennar þar á staðnum......


Komin HEIM..........

Ójá og beint í baunapottinn hjá yngstu dótturinni. Og alveg yndislegt að vera komin heim í sitt eigið .... að ég tali nú ekki um að fá í heimsókn næstum alla sína sem búa hér á svæðinu..... vantaði Solluna og hennar fólk, já og svo Majuna mína og Alexander Snæ.  Ég var svo fegin að koma heim að því verður vart með orðum lýst.

Verst að ég svaf illa í nótt en það er hægt að bæta sér upp, nú er það framundan að taka upp farangur og þvo, ekki veitir af, mér semur illa við þvottavél sem ég hef aðgang að þarna á "hælinu" og kom því heim með allt mitt ....... í misjöfnu ástandi...... látum þá lýsingu duga.

Ég ætlaði að vera duglegri en þetta, nú er ég búin að setja þvottavél nr.3 af stað, taka upp allt mitt dót, en... ekki ganga frá því, nú ætla ég inn í stólinn minn góða, með teppið hans tengdapabba og hvíla mig þangað til að þarf að fóðra "möppudýrin" mín í hádeginu, hef vægan grun um að ég hafi byrjað á að þeyta blóðþrýstingi mínum upp fyrir siðug mörk, en það er allt annað að hreyfa sig hér innan húss núna og sjá hvað mín vinstri hlið virkar betur en í byrjun árs ...... kall minn er alla vega hissa...og ánægður, enda ekki furða, nýviðgerð kelling.

 


Komin " heim ".........

Innan gæsalappa vegna þess að heima er ekki fyrr en á þriðjudag, núna er það  herbergi 142 á Heilsustofnun.  Komin semsé úr sumarbústaðarferðinni sem var hin besta í alla staði, þær klikka sko ekki netkellurnar, mikið saumað, mikið talað.... og þagað líka og hlegið þess á milli.

Á morgun er það svo útskriftarviðtal og  venjubundin þjálfun..... og pakka niður.


Vikan að verða búin...........

Og ég á heimleið eftir helgina.  Um helgina er það hinsvegar netkellugleði í sumarbústað, var að vísu hætt við í gærkvöldi.  Átti erfiðan dag sem ég ætla ekki að útlista frekar hér og sofnaði seint.  Í morgun sá ég svo að ég hefði bara gott af að fara, þetta eru svo góðar sálir að þær umbera mig þó að eitthvað sé að angra mig, er það ekki stelpur mínar ?

Var að lesa bloggið þitt, Árný mín og sá að mamma er ekki á Londonlistanum þínum , ætla samt, fer kannski að hlakka meira til þegar ég verð komin heim ..........


« Fyrri síða

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband