Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
28.2.2008 | 22:38
Búið og gert.......
Í amstri gærdagsins og úthringingum hafði ég ekki tíma til að blogga, en nú er búið að setja punkt, við skrifuðum undir kaupsamning í gær...... endanlegt, við erum búin að selja sveitina, eins og Árný segir. Löngu og erfiðu ferli lokið, en við erum sátt. Þarna kemur ungt fólk með barn...... og hugmyndir um frekari uppbyggingu á jörðinni, bara fínt.
Ég hélt að ég ætti ekki eftir að sakna þess að sjá ekki smettið á Stebba Berndsen svo dögum skipti, en merkilegt nokk, hann var búinn að trassa alllengi að ljúka endurbótum í eldhúsinu mínu, lét heyra í sér í gær og kom svo í dyrnar og ég hef von um að sauður sá verði búinn að þessu þegar ég skila mér heim. Er nefnilega að pikka þetta stödd á herbergi 646 á hótel Sögu, við vorum komin suður fyrir hádegi í dag, Gísli að sjálfsögðu beint að vinna en ég er búin að vera í letikasti í dag, enduðum daginn á því að fara hér niður í kvöldmat og næs..... nokkuð sem gafst ekki tími til í gær.....
Bloggar | Breytt 1.3.2008 kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.2.2008 | 20:18
Tíminn flýgur....
Já og það hratt. Bara tvær vikur í London, sólarhringur eða svo þangað til við hjónin förum suður til veru í rúma viku... ekki smuga að svoddan sé hægt nema að Gísli sé að vinna, iðjulaus fæst hann ekki til að dvelja ótilneyddur svo lengi í borg óttans. Ég er að dunda við að finna föt og tösku ..... semsé pakka, sem er ekki það skemmtilegasta sem ég geri. En verð í þetta skiptið.
Elísan var hjá ömmu eftir að skóla lauk í gær og fram yfir kvöldmat , mamma hennar enn fyrir sunnan með veikan Anton, en ég held að hún sé komin heim núna ... með drenginn.. Hún er ekki fyrirhafnarsöm sé hún ein, leikur sér í ömmudóti og dundar sér.
Ég er alltaf öðru hverju að undra mig á illu innræti mannskepnunnar, núna síðast við að heyra af óþokkanum sem áreitti litlar stelpur í sundlaug Reykjanessbæjar...í sömu andrá og fréttist af "kastljóss"afstyrminu lausum úr fangelsi.... loka svona eintök inni ævilangt... og þá meina ég það sem þeir eiga ólifað, ekkert minna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2008 | 11:21
Knex og hreinskilni....
Inni á stofugólfi eru þau Elísa Sif og Alexander að leika sér með knex kubba sem er hægt að byggja úr stórt parísarhjól. Eitthvað er þetta snúið fyrir smáfólkinu og gekk ekki þá heyrir amma... hann Sigtryggur kann þetta, við biðja hann að hjálpa. Það gekk auðvitað ekki heldur, hann í Reykjavík og þau hér fyrir norðan, en Elísan kunni ráð, við biðjum hann að byggja næst þegar hann kemur og svo getum við leikið. Mér fannst þetta svo fallegt, hún veit að Sigtryggur hjálpar þó hann leiki sér aldrei beint við frændsystkini sín.
Kallinn hvarf einhventíman í morgun áður en ég náði meðvitund, er að leysa af í sveitinni. Skilar sér þegar hann er orðinn svangur......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 21:54
Barnadagur með meiru....
Ég afrekaði að vera komin á fætur áður en Anna Guðbjörg og Smári komu í dyrnar, mamma þeirra var að fara á leikæfingu. Smárinn var að vísu með smáhita, nógu mikinn til að hann missti af árshátíð í gærkvöldi og í morgun hélt hann sig mest undir teppinu hans langafa inn í stofusófa .... þangað til að Alexander birtist undir hádegið með fótboltamyndamöppuna sína undir hendinni, þá kom einhver aukaorka í snáðann.... allavega meðan hann dáðist að möppunni... og öfundaði bróður sinn. Matarlyst hafði hann litla í hádeginu, öfugt við bróður sinn sem át grjónagraut þangað til amma sagði stopp, það fer að koma grautur út um eyrun á þér. Já en ég er átvagl á svona graut, amma, svaraði snáðinn. Hann er ekki átvagl... bara Jökulsson. Eftir hádegið birtist Lena með sín börn og súkkulaðitertu, mér tókst að baka lummur úr grautarafganginum svo það varð hið fjörugasta borðhald hér í kaffitímanum, þá voru reyndar Smárinn og systir hans farin heim.
Undir kvöldmat var ég orðin ein með Alexander sem dundaði sér við kubba og fleira þangað til að kom að spaugstofunni, sem við hlógum óspart að, afinn flúði fram í eldhús á vit Moggans, hann væri líklega skárri. En það var gaman að spaugurunum sem áður en þegar kom fram í laugardagslögin var snáðinn orðinn þreyttur og háttaði, bylti sér nokkrar ferðir um rúmið inni í litla herbergi og kom svo til mín.... amma ... kannski er betra að sofna í afaholu. Þar steinsefur hann núna, amma ætlar ekki að fara að sofa fyrr en að hún veit hvaða lag fer í Eurovision keppnina þetta árið......
P.S...... fréttirnar, við erum búin að selja Efrimýra..........loksins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.2.2008 | 08:40
Food and fun....... fóður og fjör.....
Mér líkar betur við seinni nafnið, enda íslenskt. Hef verið að velta fyrir mér nafngiftinni undanfarna daga en er svo að heyra að landsbyggðin auglýsir undir íslensku nafni, Ísafjörður, Akureyri núna áðan.... mér líkar þetta vel. Akureyri já, Göspin mín það er mánuður síðan þú bloggaðir síðast, hvað er eiginlega í gangi hjá þér..... annað en brjálað að gera. Verð að fara að athuga þetta....
Það er drungalegt úti, inni líka, mér leið eins og einhverju ónýtu og gömlu þegar ég vaknaði í morgun og er því úrill frekar í morgunsárið, er að fara til Maju minnar á eftir og hver veit nema henni takist að lífga aðeins upp á sálina.... ekki bara skrokkinn.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 21:18
Eirðarlaus dagur.....
Sem hófst alltof snemma, eina huggunin var þegar ég rölti hér fram klukkan fimm í morgun að úti var afskaplega fallegt veður, svona jólakortaveður, snjórinn hékk á greinum trjánna fyrir utan og algjör kyrrð, en eins og áður sagði... klukkan aðeins fimm að morgni. Ég snáfaði aftur í bólið en hefði átt að láta það ógert ... sofnaði aftur til þess eins að fá martröð og verða afskaplega reið við minn heittelskaða hjásvæfil, svo reið að ég ætlaði að fara frá honum. Mér til mikils léttis var hann á sínum stað hinumegin í rúminu þegar ég hrökk svo upp við klukkuna... og martröðin var að hverfa. Og ekkert fararsnið á mínum heittelskaða, ja nema þá á fætur og í vinnuna... þegar hann var búinn að snúsa tvisvar. Það er ósiður sem mér tekst ekki að venja hann af, en getur alveg farið með daginn til fjandans fyrir mér, ég bara get ekki vanist því að dotta þangað til klukkan hringir aftur... og aftur og kannske í þriðja, þá er farið að síga í fru Höllu og hún jafnvel komin á fætur, þrátt fyrir að hafa ætlað að sofa lengur.
En morguninn varð sem venjulega, eitthvað morgunfóður , moggin og 24 lesið, uppþvottavél tæmd og ganga frá þvotti... og þvo meira og leika sér svo við handavinnuna þangað til ég þurfti í búðina og svo að huga að hádegismat. Vatnsleikfimin eftir hádegið og svo generalprufan hjá grunnskólanum, fyrir árshátíðina sem er annað kvöld, en þar er Svanhildur kynnir... og prufan gekk vel. Endaði í föndri til fimm og síðan hér heim.
Nú er ég ein að snöfla hér heima, stutt skrepp til unganna minna á Melabrautinni eftir kvöldmatinn svo mamma þeirra kæmist á leikæfingu á réttum tíma, en ....... finn mér svo ekkert gáfulegt að gera.... nema að blogga.
Það styttist í Londonævintýrið okkar mæðgna+ fylgifiska og ekki laust við að sé kominn spenningur í sumar, ég er allavega búin að finna vegabréfið og götukortið frá í fyrra ....... Stelpur, hvar eru vegabréfin ykkar, já og Gunna mín... finna eyrnatappana þína og setja í snyrtibudduna.....
P.S. Fréttirnar eru í smíðum enn þá, ég er að nota Valhallaruppskriftina, bíða aaaaaðeins lengur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.2.2008 | 20:36
Gleðin og sorgin.....
Eru systur las ég einu sinni og setjist önnur þeirra systra á rúmstokkinn, sefur hin í rúminu. Ég er að velta þessu fyrir mér í ljósi þess að hjá mér er þessi dagur gleðidagur en svo er ekki um alla. Ég veit að þú lest þetta, hrossið mitt góða og þú mátt vita að ég hef hugsað til þín í dag .... oft.
Ég ætla að bíða með fréttir sem eru í farvatninu aðeins lengur, er að hugsa um að kanna hvort er ekki til kaffi hjá þeim "ljóta" og konu hans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2008 | 08:22
Hva..... helgin búin.....
Ekki ber á öðru, það er kominn mánudagur, allavega á mínu dagatali. Og helgin var góð enda byrjaði hún snemma og vel, Anna og Óli voru komin í hádegismat á föstudeginum með allt sitt nema Kristján Atla, hann valdi Hólabergsdvöl um helgina. Ekki urðu þetta samt hvíldardagar fyrir Óla, hann rafmagnaðist hér um allt hús, miskátur við að endurnýja lagnir, vekja steindauðar innstungur, skipta um dyrasíma.... nú VIRKAR hann og setti upp flóðlýsingu í hjónaherberginu. Alla vega fannst manni mínum vel bjart þegar var búið að kveikja öll nýju ljósin og sótti snarlega græjur til að þrifa göngubrettið mitt/sitt .... hann sá nefnilega rykið á því. Við Anna misstum af þessum gjörningi því við vorum komnar upp í Efrimýra með hvítvín og fleira gott og höfðum í huga að eyða þar kvöldinu í félagsskap Londonfara .... við erum nefnilega að fara til London 12 mars..... hafi það farið framhjá einhverjum sem les blogg okkar mæðgna.
Við Anna skiluðum okkur nú samt heim á siðugum tíma, hún syfjuð enda á næturvakt áður en hún kom og ég ölvuð ... bæði af hvítvíninu sem ég drakk og gleði/tihlökkun yfir væntanlegri ferð. Það er nefnilega hörkugaman hjá þessum stelpum mínum í svona ferð, verst að vanta Solluna mína, hún kemst ekki með núna. En Oddný ætlar með í fyrsta skipti, og Gunna fyrrrverandi tengdó hennar Önnu, svo ætlar Anna Kristín Davíðsdóttir með, yfirmaður Gerðu í vinnu og vinkona Völu.
Svo var þetta endalaust gaman að sjá nöfnu mína brasa og leika sér innan um rafmagnsdótið pabba síns, Sigtryggur fór í sveitina til Árnýjar um leið og hann gat á föstudeginum og Sigurjón fékk að fara með á laugardagskvöldinu þegar amma hans varð ein eftir heima með nöfnu sína, hin fóru í Mýra til að ljúka þrifum á Bakkastaðarútunni, undir skítnum á bílnum reyndist vera meiri tjara en eigandinn reiknaði með og því var eftir að bóna og ljúka þrifunum sem höfðu hafist fyrr um daginn. Svo fóru þau um miðjan daginn í gær og það var skelfilega hljótt í húsinu .... leeengi á eftir.
Nú er það að takast á við vikuma næstu, handavinnuna sína og heimilisverkin...... það er oftast gaman að vera til eins og Smárinn minn sagði einu sinni, eftir rökræður við ömmuna sem hafði í það skiptið þurft að áminna hann .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2008 | 10:48
Alltaf ......
Verð ég jafn fokvond þegar ég heyri af andstyggðarhætti Íslendinga við nýbúa sem ekkert hafa til saka unnið. Við þurfum sko ekki út fyrir landsteinana til að finna drullusokka, þeir eru til alíslenskir og vel talandi á okkar ástkæra ylhýra. Við búum orðið við fjölbreytt samfélag fólks af fjölda þjóðerna, innan um eru að vísu einstaklingar sem fara í sama flokk í mínum huga og alíslensku drullusokkarnir, en þeir sem ekkert hafa til saka unnið, ættum við að skammast til að taka sæmilega á móti.... og hananú.
Hér er slysahætta að fara langt frá útidyrum, sökum hálku, hitti systu mína stóru í búðinni áðan, hún sagði að færið fram í Saurbæ væri ferlegt fyrir hálkuna og brekkan niður að bænum væri svo slæm að hún færi það ekki á sínum bíl, til þess er gamli Musso notaður, hann er á járnum. Komin hér heim var ég svo andstyggileg að gera mér í hugarlund að hún renndi sér á rassi sínum eina bunu þarna niður.... smá beygja þegar niður er komið og vonandi væri mótorhússhurðin opin og... voila.. frúin komin inn á gólf. Fyrirgefðu systir sæl hugarflugið, þú veist að ég missi stundum ótugtina í mér lausa.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2008 | 08:50
Loooooooksins
Sést fyrir endann á löngu ferli, við erum að sjá í endann á sölunni á Efrimýrum ehf. Gærdagurinn varð svolítið fjörugur, við sátum hér við eldhúsborðið hjónin ásamt öðrum náunganum sem er að kaupa af okkur, þá kom Árný í dyrnar, nokkru seinna Jökulll með syni sína, svo Mummi....... þetta varð ansi fjörugt. Núna í vikunni eða strax eftir helgi verður þessu lokað. Við seldum líka einn bíl í gær, Stubb var Gísli búinnn að selja en... kaupa sér annan, svo það hefur ekki fækkað um nema einn á planinu þegar torfærutröllið er farið....
Ég sá fram á að vera ein við kvöldmatarborð svo ég dreif Árnýju með mér í pizzu upp í skála, Gísli var á Lions fundi og ég hafði enga löngun til að vera ein. Var samt komin heim áður en Jonni á Steiná kom í dyrnar með póst sem þurfti að meðhöndla aðeins fyrir hann í tölvunni, vonandi hefur mér tekist verkið.... annars get ég ekki rukkað hann um matarboð þegar hann er búinn að ná téðu hreindýri sem póstsendingin snerist um.
Nú er morgunn, dagurinn er að birtast hér í áttina heim... dettur einhverjum í hug að ég sé að horfa í áttina á Laxárdalinn? Þarna var gott að vera barn, áhyggjulaus að mestu, ja nema að mér hefði tekist að koma mér undan einhverju innanhússverki út til pabba eða Þorvaldar, þar var mun skemmtilegra að vera.......en kostaði skammir næst þegar ég kom inn og í ljós kom að ég hafði verið að stelast......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007