3.4.2010 | 21:39
Laugardagur.....
Og páskar að morgni. Held nú samt að hér verði páskaegg ekki falin, þolinmæði drengjanna endist ekki til að þurfa að leita að eggjunum. Svona ef tekið er tillit til þess að nammidegi var frestað til morguns .... annars hefði verið sætindaát tvo daga í röð.
Það er hætt að snjóa, vona ég, búin að fá nóg af þessu hvíta teppi sem er að verða ansi þykkt. Anna og Óli eru að sjá leikritið, tóku Sigurjón með sér, hin eru hér hjá afa og ömmu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2010 | 11:22
Löng og farsæl ......
Æfi að baki, Amma Sossa eins og hún var kölluð af börnunum mínum lést í gær, tæpra 85 ára að aldri, hún var fædd 23 júní 1925. Ég var efins um hvort ég sæi hana aftur hérna megin, þegar ég kvaddi hana um miðjan dag þann 16 mars síðastliðin, var á leið til London. Lasin og döpur var hún en gladdist við að sjá nöfnu sína með mér .... duglega stúlkan mín ... og strauk um kinn þeirrar yngri. Þetta hefur verið mér sterkur vani .... ekki úr landi án þess að kveðja þessa yndislegu konu sem leyfði mér að kalla sig mömmu í áratugi og reyndist mér ávalt sem slík. Ég er rík að hafa átt tvær mömmur sem stoltar fygldust með mér við skírn minnar elstu dóttur þann 15 ágúst 1971 ..... Valgerður Soffía var svarið sem prestur fékk við spurningunni... hvað á barnið að heita?
Það er af svo mörgu að taka þegar hugsað er til baka, endalausrar hlýju, umhyggju og bæna fyrir mér og mínum, kleinurnar sem hún færði okkur í kílóatali, jól á Hólabrautinni eftir að við fórum að fara í miðnæturmessu í Hólaneskirkju á aðfangadagskvöldi og svo í miðnæturkaffi til þeirra mömmu og pabba. 12 apríl 1993 var stór dagur hjá mér, tvöföld ferming og Vala og Gummi að gifta sig. En það var verið að ferma líka á Sauðárkrók hjá Guðmundi syni þeirra .... hún sagði að guð hefði tekið frá sér að þurfa að velja, hún var lasin og því heima. Um kvöldið fóru þau því ungu hjónin til hennar í heimsókn og færðu henni brúðarvöndinn. Fermingarbörnin fóru með og færðu henni líka blóm sem höfðu verið á fermingarborðinu. Seinna sagði hún að líklega væri hún eina amman sem hefði fengið brúðarvöndinn svona.
Gleði ... sorg ..... hversdagsleikinn, hún var alltaf til staðar, hvatti, huggaði og gladdist með glöðum ... það er stór hópur afkomenda hennar og eiginmaður til meir en sextíu ára sem syrgir nú um páska.
Bloggar | Breytt 5.4.2010 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2010 | 10:06
Til baka......
Eitt af því sem fru Halla gerði á letidögum sínum í Reykjavík nýlega, var að heimsækja þjóðminjasafnið. Ekki var ég nú svo dugleg að eiga hugmyndina sjálf, Kristín vinkona ræsti út þær sem gátu ... til að skoða sérsýninguna ævispor, útsaumsmyndir tæplega áttræðrar konu. Skemmst frá því að segja að þetta var mögnuð reynsla að sjá hvað konan hafði áorkað, því hún hannaði allar myndirnar sjálf eftir gömlum myndum héðan og þaðan. Flestar báru þær trúarleg tákn, af bar fannst mér Maríumynd. Ella Bogga var enn á Spáni svo ekki fór hún með okkur en svo sá ég að hún hafði farið fljótlega eftir að hún kom heim og ... sagðist hafa tekið Þorvaldartaktana við að skoða ... haft hendurnar aftur á baki því ekki mátti snerta myndirnar. Ég gað ekki að mér gert að brosa því að ég hafði tekið eftir því hjá henni staddri uppi á Núpi í gönguferð að hún gerði þetta gjarnan... á sama hátt og hann, hafa hendur á baki á göngu.
Mig dreymdi hann í nótt, röltandi við kindurnar í brekkunum utan við túnið, glaðlegan á svip .... mér er enn hlýtt að innan ........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2010 | 09:52
2 mars...... hvað varð af febrúar.......
Ég virðist ekki blogga nema þegar mér dettur í hug og við að lesa yfir síðasta blogg, sá ég að mér hafði ekki tekist að þurrka af... á blogginu nefnilega. Tvær myndir voru eftir, Þorvaldur og Beta. Þau eru sko hvorki týnd eða gleymd hjá mér. Ég hef stundum talað um rammann minn í æsku og þar voru þau stór hluti. Það var gott að vera barn sem ólst upp með foreldrum, systkinum, afa og ömmu, þótt stutt væri og svo þessum perlum sem þau voru okkur systkinunum í æsku, uppeldissystkinum pabba.... Þorvaldur og Elísabet sem alltaf var kölluð Beta. Alltaf einhver sem gat haft spurningaflóðið með sér við verk dagsins hvortsem var utan eða innan dyra. Algengara var nú að ég hefði mig út eins fljótt og hægt var, annars var hætta á að ég yrði sett í að sópa gólf, búa um rúm eða önnur innanhússverk. Það var mun meira gaman að fara í húsin með Þorvaldi eða pabba, læra að þekkja ærnar með nöfnum, finna ný nöfn á gimbrar haustsins, stríða hrútunum með því að rétta fram ilina á skó eða stígvéli, þeir reyndu að stanga....... þetta mátti auðvitað ekki. enda stoppað um leið og heyrðist reiðilegt högg í garðabandið. Stundum varð fóturinn á milli og þá auðvitað orgaði eigandinn ótæpilega, pabbi sagði manni þetta mátulegt. Þorvaldur reyndar líka en hann var oft fljótari til að hugga hrekkjalóminn, áður en áminningin kom. Aldrei var ég sælli en utandyra en röltandi í kjölfari þeirra fullorðnu sama hvaða árstíð var......
Þegar ég er komin heim aftur, þá ætla ég að þurrka af myndunum af tengdaforeldrum mínum og hópnum stóra sem er í kringum þau og út af þeim kominn....... á næsta vegg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2010 | 11:18
Fortíðar flipp.....
Þetta fyrirbæri hreiðrar um sig í kolli mínum í hvert sinn og ég tek fram tusku og þurrka af myndum þeim sem ég gat ekki hugsað mér annarstaðar en uppi á vegg á mínu nýja heimili þegar ég flutti hér inn á efri hæðina á Húnabraut 11 fyrir bráðum þremur árum. Núna byrjaði ég á myndunum af þeim afa mínum og ömmu á Núpi, á af þeim bæði "sparimynd" sem er tekin af þeim á miðjum aldri og svo á ég eina sem er tekin af þeim á hlaðinu á Núpi, þau orðin gömul og amma hætt að skynja hvaða dagur væri eða hvort dagur væri eður nótt..... Ég man samt enn hve lófinn hennar var mjúkur og hlýr þegar ég skreið upp í til hennar og hún klappaði mér á bæði koll og kinn. Afi var svo lánsamur að guð tók ekki af honum skynjun hans á veröldina þó hann væri orðinn gamall og stundum veikur.
Svo er þarna mynd af mömmu og pabba með börnin sín þrjú sem þau fluttu með í sveitina sumarið 1957, sitt hvorumegin hanga myndir af stúdentakollunum mínum, þeim Lenu og Ingu Maju. Báðar brosandi og bjartar á svip, Lenan mín enn búlduleit og hefur mikinn svip af ömmu sinni og nöfnu. Báðar bera þær í dag merki þess að hafa þurft að hafa töluvert fyrir tilveru sinni, önnur orðin tveggja barna mamma og hin að verða það. Svo er þarna María Sif ... Sævars og Ellu Boggu dóttir, nýútskrifaður leikskóla kennari, í upphlutnum mínum sem fer henni svo ljómandi vel.....
Amman mín Sigurlaug Þorláksdóttir er þarna líka. Stuttu eftir að ég flutti í Mýra fékk ég boð frá gamla bóndanum á Sölvabakka, Jóni, að finna sig. Erindið var að gefa mér þessa mynd og þetta er líka það eina sem ég á sem tengir mig við hana , mér er annars sagt að ég sé um margt lík henni, tannhvöss frekar og sitji ekki sem skyldi á skoðun minni um hvaðeina. Svo er það hún gamla mín eins og ég kallaði hana gjarnan, Unnur á Neðrimýrum. Ég man eftir að hafa komið blaut og köld heim í eldhús til hennar sem krakki og hún hlynnti að mér , þurrkaði kalda fætur og nuddaði og bjó til handa mér sjóðheitt súkkulaði að drekka. Þetta gat ég launað henni þegar ég var komin á næsta bæ og hún að hætta að ráða við sinn daglega hring. Og ásamt fleirum gert henni kleift að vera heima til loka, 2 júní 1988 að morgni dags hallaði hún ser útaf í fangi mér og kvaddi veröldina. Eins og hún var svo oft búin að hafa á því orð.. að deyja heima og ekki að vera ein, þessa ósk fékk hún uppfyllta.
Efst á veggnum er svo barnaröðin þeirra Jökuls og Oddnýjar , hvert öðru fallegra og skemmtilegra.
Farin að elda grjóngraut í hádegismatinn.... svo er það meiri afþurrkun......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2010 | 10:03
Öskudagur að baki......
Og bræður hans líka ...bolludagur og sprengidagur. Mér tókst sæmilega að komast af með bolludaginn, bakarinn minn litli kom ekkert til mín núna til að gera bollur með ömmu. En það komu litlir gestir á föstudaginn og fóru í mótmælastöðu með ömmunni upp við sjúkrahús og síðan voru keyptar bollur í leiðinni heim og etnar með bestu lyst barnanna, Lena kom við og stýrði umferð við borðið, amman var næstum sprungin eftir labb dagsins sem hafði verið með meira móti. Engar bollur um helgina og síðan máttu möppudýrin mín bara una því að fá ófylltar bollur úr búðinni og gera sjálf ..... ég fór í föndur og þurfti bara að hafa fyrir því að borða ekki of mikið. Og tókst það.
Verra var með sprengidaginn, baunir og saltkjöt er með því besta sem ég smakka. Og því miður er þetta indæla fóður komið á bannlista hjá mér. Var hjá lækni norður á Akureyri fyrir helgina, hann er að reyna að koma böndum á illa hegðun blóðþrýstings hjá mér, indæli þetta þurfti endilega að minna mig á að salt færi alveg afleitlega í mig... eins og það væru nú fréttir í mín eyru ? Ég sagði honum einbeitt að sprengidagur væri bara einu sinni á ári og lofaði að borða af skynsemi. ÖÖÖ.... skynsemi =matur og ég .... þetta er ekki jafna sem gengur upp ... oftast. En núna hélt þetta. Hefði hinsvegar átt að sleppa því að hjálpa möppugenginu við afganginn í hádeginu í gær. Meðan sú hjálpsemi stóð yfir voru þau að kvíða fyrir hvort yrði vinnufriður eftir hádegið fyrir syngjandi skrímslum af ýmsum stærðum. Ég minnti þau á að undanfarin ár hefði ég fengið að sjá um þetta og þau auðvitað stukku á hjálpina. Amman fór því með handavinnu út vel fyrir klukkan eitt, settist þar í stól einn ágætan sem þar er geymdur, þetta er ábygglega eina bókhaldsstofan á landinu sem skartar lazyboy stól.... og bjó sig undir heimsóknir dagsins. Þær fóru yfir hundrað, Lena hafði keypt súkkulaðiegg sem voru bara í venjulegum sex stykkja boxum og þau hurfu öll og gott betur. Ég skemmti mér við að svara þeim sem spurðu hvernig egg þetta væru að þetta væru bara venjuleg hænuegg. Í einum hópnum sen fékk þessa skýringu heyrðist með tortryggni og glettni í röddinni..... við hvenig hænur varstu nú að eiga? Glöggur drengur Atli, Hafdísar og Einarsson.
Undir þrjú var farið að fjara út, þá kom í dyrnar Syðrahólsbóndinn með börn sín meðferðis. Maggi koma fyrstur inn um dyrnar og ég var snögg að spyrja hann hvort hann ætlaði ekki að syngja fyrir mig ... hann sagðist ekki ætla að gera okkur þann óskunda að hefja upp raust sína, börnin mættu syngja ef þau vildu. Þau sungu nú reyndar ekki en komu til min og fengu nammi og fygldust svo með því sem ég var að gera og Björn Elvar var snöggur að sjá að svona kynni Inga amma líka að gera og fannst sniðugt að hún væri að hjálpa mér að læra þetta.
En hápunktur dagsins var þó fyrir hádegi í gær..... ég fór í bíó ... einkasýningu með bíóeigandanum og mömmu hennar. Inga Maja var að fara í 20 vikna sónar og bauð mér með þeim mæðgum. Þetta hef ég aldrei séð fyrri, þrátt fyrir að eiga á annan tug barnabarna og hvað það var gaman. Þarna sparkaði og brölti krílið, ullaði og steytti hnefa ...... Majan mín góð, þig grunar ekki hve stóra gjöf þú gafst mér í gær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2010 | 10:54
6 febrúar.......
Jú Anna Lilja, einhvers staðar finndi ég snjósleða og þyrfti ekki að leita lengi né biðja tvisvar, en snjór er bara enginn framfrá núna, við ætlum uppeftir á morgun bara á bílnum og skoða hvort að sé nú ekki allt á sínum stað þarna.
Hér er dagur þegar hafinn á loft með mildri birtu og nokkrum kulda, Sonja Wiium eldri verður kvödd eftir hádegið héðan frá Blönduósskirkju í hinsta sinn, hennar barátta varð stutt og snörp við krabbamein sem hafði betur sunnudaginn síðasta. Þá voru ekki margir dagar liðnir frá því að ég kom til hennar og spjallaði stutta stund ..... um alla hluti aðra en veikindi. Ljúf og indæl kona sem hennar stóri afkomendahópur kemur til með að sakna sárt.
Hérna niðri þokast viðgerð á baðherbergi áfram, Gummi borðar hér flesta daga sem hann er að bauka þarna, sem og Vala.... þetta sparar tíma fyrir hann og mér leiðist sjaldan að hafa fleiri en tvo við borðið. Í kvöld verð ég þó að hafa óvenju fyrir matnum, hann borðar nefnilega ekki svið sem skulu etin hér, Kötu að þakka að það eru til bjúgu sem kennd eru við hana og Gumma þykir hinn besti matur. Gæti nú samt verið að kona hans og Árný hjálpuðu honum við bjúgun þó svo að báðar borði svið.
Best að hypja sig í eldhúsið og huga að grjónagrautaeldun fyrir hádegismatinn, hér er þetta talið eðalfóður ásamt súru slátri ...... og nýsoðnu, það þurfti að bæta í súrmatartunnuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 09:30
Enn kominn nýr dagur.......
Til að eyða, og skyldi mér takast að eyða honum gáfulega eða ekki? Kemur í ljós. Allavega var eitthvað í gærkvöldi sem ég frestaði til morguns að gera.. man bara ekki hvað, ennþá. Er einhverstaðar hægt að fá auka minniskubb í höfuð á fullorðinni konu .... á góðum aldri?
En annars rölta dagarnir hér jafnhratt og hjá öðrum, ég er bara óþolinmæðin uppmáluð og vil að sé komið langt fram í apríl... farið að vora og ég komin fram í Núp... á Núpnum, vakna í dagrenningu og sjá sólina hverfa vestur undan á kvöldin, hlusta á umhverfið, fuglana syngja allan sólarhringinn, ref að gagga, ána niða.... skyldi vera fært fram eftir ...... Núna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2010 | 11:17
Flashback.......
Um mörg ár. Ég er búin að vera að skoða myndir af börnunum mínum frá því þau voru lítil og það vakna upp margar minningar frá þeirra fyrstu árum við þetta. Ég sé sterkan svip af Lenu speglast á andliti Elísu Sifjar, mynd af Völu á fyrsta ári, gæti alveg verið Gísli yngri, það er endalaust gaman að skoða þetta. Svo er líka gaman að skoða myndir frá fyrstu árum búskaparins hjá manni, rifja upp baslið við að sauma föt... bæði á sjálfa sig og börnin, þar kom stóra sys hún Sigrún oft til hjálpar, fyrst saumaði hún fyrir mig og kenndi mér svo hvernig ég gæti gert þetta sjálf. Fyrsta saumavélin sem ég eignaðist var græn Husqarna sem hún var að leggja fyrir aðra betri og nýrri, þessi vél nýttist mér vel í mörg ár.
Best að feykja þessu inn áður en ég týni því, bloggandinn er ekki alveg vaknaður........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2010 | 21:17
Síðustu dagar...
Hafa einkennst af læknaheimsókn sunnan heiða, góðri samveru með vinum í Fellahvarfinu og þreföldu barnaafmæli í gær í Keflavíkinni. Magnea, Aron og Birnir eiga öll afmæli í janúar, Oddný og Jökull héldu myndarlega upp á dagana þeirra með veislu í gær. Reyndar fór svolítill tími frá kökuáti í að fylgjast með handboltaleik .... sem allir vita auðvitað hvaða endir var á... magnað að fylgjast með þessu.
Ég fór í sprautu á föstudeginum svo að það var kærkomið að hvílast hjá Ellu Boggu og Sævari, langt síðan við Ella höfum getað eytt saman stund eða degi og fátt sem truflaði. Fór meir að segja með þeim til Maríu Sifjar og fjölskyldu á laugardeginum, Elín Ása nýbúin að eiga afmæli og fullt af ættingjum í heimsókn.
Kötu mágkonu heimsóttum við Gísli svo í gærmorgun, hún er komin heim til Sillu systur hans Jonna og safnar þar kröftum eftir aðgerð síðan á mánudaginn var. Tókst vel og þarf ekki neina eftirmeðferð og Kata mun hressari en við bjuggumst við ...... frábært.
Svo var það mamman mín á Skagaströnd í dag, kom til hennar um miðjan daginn og hún vissi jú að þetta var ég en vissi ekki mikið af sér. Fór svo aftur áðan til að bjóða góða nótt, þá var hún betur vakandi og spurði hvenær ég hefði komið heim, mundi að ég hafði þurft til læknis. Elsku mamma ... guð gefi henni góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007