29.10.2007 | 17:25
Sauðurinn ég.............
Það er kominn mánudagur, hrossastúss hálfnað og ný vika hafin. Byrjaði hana frekar ógáfulega, týndi bíllyklum mínum, já og húslyklum þá auðvitað líka, þetta er allt á sömu kippunni. Leitin að lyklunum hafði að vísu það gott í för að ég tók vel og ærlega til eftir gestaganginn um helgina, börnin tíndu að vísu upp ..... það sem sást, en það var bara brot af því sem þeim tókst að dreifa um íbúðina. En ekki fundust lyklarnir. Ég leitaði úti í athvarfi .... þegar ég var búin að sækja lykil til Gísla, en nei, ekki þar. Meir að segja aukalykillinn að bílnum var læstur inní í honum. Ég ætlaði því labbandi í föndur eftir hádegið og ekki kát, þegar ég skilaði kalli mínum hans lykli..... áður en ég týndi honum líka. Eitthvað vorkenndi Gísli sinni geðvondu konu og labbaði með mér út í athvarfið ...... og gekk að lyklunum.
Má flengja búálfinn ????????????????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.10.2007 | 22:11
Laugardagur.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2007 | 09:43
Morgunpistill letingjans......
Ég nenni ekki neinu í augnablikinu, þarf að koma hinu og þessu á sinn stað, sumt á leið í geymslu, annað á leið í rauðakrossinn, ruslið út í tunnu, eitthvað þarf að komast út í athvarfið mitt (skúrinn)........best að blogga aðeins. Nú er komin endanleg mynd á sjónvarpsherbergið, Gísli kom heim úr síðustu suðurferð með ósamsettan skáp undir sjónvarpið. Þau drifu í að setja hann saman strax, í hálfnuðu verki klemmdi Árný sig og hætti þar með en Árni tengdasonur hafði hætt sér í dyrnar og var ekki sleppt út fyrr en skápurinn var kominn heill á sinn stað. Árný var búin að færa tölvuna og allt dót tölvunni fylgjandi virkaði fínt á nýjum stað. En ADSL tengingin á sjónvarpinu hafði aldrei virkað þrátt fyrir töluverðar tilraunir í þá áttina. En viti menn, Árni fiktaði þangað til að tengingin datt inn . mikið takk.... fiktari góður.
Við áttum brúðkaupsafmæli í gær, við Gísli, 34 ár síðan við stóðum fyrir framan altarið í Undirfellskirkju og hétum hvort öðru að fylgjast að eftirleiðis. Og tekst enn. Vorum reyndar þrjú þarna við altarið. Annan var rétt ófædd, átti reyndar að fæðast þennan dag en beið til 10 nóvember. Já minnst á Önnuna, ertu hætt að blogga eða ertu bara enn að taka upp úr töskunum eftir Bostonferðina.....
Það er sviðamessa í kvöld hjá Lion og þar sem húsbóndinn ætlar þangað, ætlar kona hans í sveitina með föndurdót og svið í farteskinu, við mæðgur ætlum að gera okkur glaðan dag saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2007 | 16:27
Öfugur dagur..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2007 | 20:12
Má til............
Ég hnaut um þetta á bloggi hjá vestfirskri "norn" sem ég kíki gjarnan á, hún er snilldarpenni og ágætur ljósmyndari líka, má til með að dreifa þesssu meira.....
Jólagjafalistinn hennar ömmu.
Elskulega fjölskylda, mér datt í hug fyrir þessi jól að senda ykkur smábréf um jólagjafir. Þar sem plássið er farið að minnka hjá mér, en þið öll svo elskuleg að færa mér gjafir fyrir hver jól.
Ég biðst undan því að fá fleiri flókainniskó. Ég á orðið lager sem endist mér út ævina.
Ég vil líka segja ykkur að ég á nóg bæði af pottaleppum og svuntum.
Ég á orðið 7 flónelsmorgun sloppa úr Rúmfatalagernum, og þarf ekki fleiri í bili. Auk þess þykir mér eldrauður litur fallegri en þessi gammeldags pink kerlingarlitur.
Myndir af börnum og barnabörnum eru allt í lagi, en best er að vera ekkert að setja þær í ramma, ég vil heldur setja þær inn í albúm, þar sem allir veggir eru orðnir þaktir af myndum, svo hvergi er auður blettur.
Í Guðanna bænum ekki fleiri smástyttur, hvorki gler, keramik eða tré. Ég þurfti að setja tvo stóra fulla kassa niður í kjallara eftir síðustu jól. Og ég er orðin svo fótafúin.
Bækur eru svo sem allt í lagi, en ég á orðið 10 biblíur, les þær reyndar aldrei, og allskonar ævisögur og heilsubækur. Ef þið viljið gefa mér bækur, þá vil ég frekar Arnald Indriða, eða Agötu Christie.
Og ég hlusta frekar á Led Zepplin og Nirvana en Hauk Mortens eða Karlakór Reykjavíkur.
Sem betur fer hef ég losnað við öll fótanuddtækin með því að gefa þau á tombólur, nema þetta eina sem ég nota undir blóm á svölunum.
Ég verð að segja eins og er, að ég hefði í staðinn fyrir þennan dýrindis lazerboystól sem þið tókuð ykkur saman og splæstuð á mig í fyrra, viljað hljómflutningsgræjur eða tölvu. Sit afar sjaldan í svona stól, því það er erfitt að standa upp úr honum. Og ég nota tölvu frekar, og þykir meira gaman að háværri rokktónlist.
Svo ætla ég að benda ykkur á að þið verðið að koma jólagjöfunum ykkar snemma til mín þetta árið, því ég hef ákveðið að skella mér til Kanarí um jólin, við ætlum nokkur saman gamlingjar og djamma og djúsa. Vonandi verðið þið stillt og góð.
Sjáumst á næsta ári amma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2007 | 09:05
Skemmtileg helgi ...........
Að baki og ný vika runnin upp. Jón bróðir og Lóa, já og auðvitað börnin þeirra komu hér um miðjan dag á laugardag og gistu. Hér höfðu þau ekki komið áður til okkar og það var ekki laust við að Karenu og Helga þætti skrýtið að við værum ekki lengur í goggusveitinni, eins og þau sögðu stundum á meðan þau voru lítil. Líklega á þó Karen heiðurinn af þessum titli, því hún kallaði Gísla lengi vel afa gogg á meðan hún átti erfitt með að segja nafnið hans, já og jafnvel lengur. En þau skruppu nú í sveitina í heimsókn, þar voru fyrir fimm börn um helgina hjá frænku sinni, Svanhildur og Smári Þór + Anna Guðbjörg, svo voru tvíburarnir þeirra Kára og Evu líka í sveitinni. Eitthvað kíkti Gerða líka með sína syni þannig að bút úr laugardeginum hafa þau verið tíu talsins. Ekki nýtt að margt sé af börnum þar .... og uni vel.
Það fer að styttast í Tenerife ferðina og svo er Vala að skipuleggja stelpu ferð til London í mars ..... og vorkennir mömmu sinni ekkki hætishót að það eigi að fara tveim vikum áður en að hefst handavinnusýning í Olympia Hall. Ekki það að mig vanti eitthvað, það er bara svo óstjórnlega gaman að vera þarna á sýningu.
Ég er annars ekki í mínu skásta formi þessa dagana og kemur þar margt til. Haustið hefur aldrei farið vel með skap mitt, mér gemgur illa að halda mig á mottunni með mataræðið, matur er bara svo ægilega góður, meir að segja margra mánaða nammibindindi sprakk. Þetta varð til þess að nýlega grét ég yfir mynd sem ég var að horfa á af fárveikri anorexíustúlku fyrir fáeinum dögum. Ekki það að mig langaði til að vera svona horuð, en mér finnst oft almættið skipta kílóum illa á milli fólks. Ég hefði glöð gefið henni alllt sem hana vantaði upp á þyngdina, öllu verra er að það væri ekki nóg, hana skortir líka annað viðhorf til þess sem hún borðar, það sem hana hrjáir er hugurinn. Ég er kannski komin út á svell með með þessa þenkingu mína, hún er þó ekki illa meint, guð gefi að hún nái bata.
Nú er það dagurinn í dag, föndur eftir hádegið. hádegisverður í "möppudýrin" mín og svo sagan endalausa í skúrnum, en ...... hún er að styttast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2007 | 19:14
Letikast..........
Já og Reykjavíkurferð eru orsökin að blogg skorti hjá mér. Við Kata mágkona fórum snemma morguns á miðvikudaginn af stað til Reykjavíkur til að fylgja henni Stínu frá Bergsstöðum síðasta spölinn. Það var margt sem flaug um hugann meðan ég sat í kirkju, hún var svo sérstök kona, hreinskiptin svo af bar og trölltrygg. Eftir athöfn buðu Gestur og börnin hennar til kaffidrykkju í safnaðarheimili kirkjunnar, þar hittum við marga sveitunga sem við höfðum jafnvel ekki séð lengi. Og alls ekki, þarna gaf sig á tal við mig kona sem mundi eftir ömmu minni, blóðmóður pabba. Hún hafði verið barn í skóla sveitarinnar og verið strítt og hafði þá amma skorist í leikinn. Þessari ömmu minni sagðist konan aldrei gleyma. Mér þótti vænt um að hún skyldi gefa mér hlutdeild í minningum sínum um ömmu, örlögin höguðu því svo að ég sá hana aldrei, en mér er sagt að ég sé lík henni um margt. Tannhvöss og skapmikil en raungóð öllum minnimáttar ..... nú verða aðrir að dæma.
Ég braut upp vanann í morgun og hafði lambalæri með öllu í mat á skrifstofunni, vissi ekki annað en Lena væri að vinna og bæði sonur hennar og eiginmaður kæmu í mat, en ónei, hún var vestur í Staðarskála og kallmennirnir lét hvorki sjá sig né heyra. Þá það, það er bara afgangur í kvöldmatnn.
Ég er ekki búin að frétta hver bóndinn var sem löggan greip, Hafrún mín, en mér datt sá sami í hug og þér....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2007 | 22:53
Einhver í vondum málum, trallallala......
Það er svosem ljótt að hlakka yfir óförum annarra, en þegar ég var að setjast hér við tölvuna, var útvarp norðurlands að segja frá afrekum gærdagsins hjá Blönduósslöggunni, gripu sauðdrukkinn bónda á dráttarvél sinni á leiðinni milli bæja. Jahjarna...... skyldi hann hafa verið að koma frá messu, það var jú sunnudagur/messudagur í gær.
Var alveg geysidugleg um helgina, Árný og Gísli auðvitað líka, við að tæma og henda af háaloftinu í sveitinni, það er ekki mikið eftir þarna upp sem betur fer. Þá er líka farið að síga á seinnipartinn af flutningum frá Efrimýrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2007 | 23:07
Gjafabréfið......
Ónei, ekki var ég nú búin að gleyma þessu skondna bréfi sem ég fékk með hrærivélinni minni góðu, heldur lenti ég í vandræðum með að koma því hér inn, nenni ekki lengur að fikta, pikka það bara upp.
Lena var nefnilega að minna mig á þetta.......
Elsku mamman okkar.
Innilega til hamingju með daginn og öll þessi ár..
Við erum nokkuð viss um að þetta sé græjan sem þig langði í, EN hinsvegar fylgja henni skilyrði nokkuð ströng.
Þetta langar okkur í......
Rjómaterta, súkkulaðiterta, vöfflur, pönnsur, marengstertu, kornflekstertu, muffins, súkkulaðibitakökur, túkalla, hálfmána, piparkökur, marmaraköku, JC köku, sjónvarpsköku, heimagerðan ís, og síðast en alls ekki síst.... mömmukökur með miklu kremi.
Og þar sem þú varst ekki heima á afmælisdaginn sjálfan máttu velja tvennt af framangreindum lista og bjóða okkur svo í kaffi.
Eigðu góðan dag og til hamingju með að vera árinu nær í ellistyrkinn.
Afmæliskveðjur
Vala, Anna, Lena, Árný, Jökull og fylgifiskar.
Og auðvitað þinn heittelskaði eiginmaður Gísli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.10.2007 | 10:57
Komin heim..........
Og þar beið mín ryk á gólfum, óumbúið hjónarúmið, risavaxin húsfluga, stafli af mogga ólesnum, já og svo allt annað. Rykið er enn á gófinu, athugist að ég kom seint heim, ekki búin að búa um, enda ætla ég að skipta á rúminu og klukkan er ekki nema níu að morgni, en ég er búin að lesa moggann, svona nokkurnvegin. Fátt ef nokkuð þar sem gladdi mann, frekar hitt, því að þar sá ég að gömul vinkona hafði kvatt núna í vikunni, Kristín frá Bergsstöðum í Svartárdal. Hún vann með mér í mörg haust í sláturhúsinu hérna og varð mér um margt minnisstæð. Seintekin en trölltrygg, fámál en orðheppin og hafði skýrar skoðanir, lét þær kannski ekki upp hvar sem var en í gorklefanum fuku oft margar perlurnar hjá henni. Það verður seint sem ég gleymi viðbrögðum hennar þegar ég grét sárt yfir fréttum sem Gísli kom með í vinnuna til mín og blessunin hún Stína mat það meira að hugga mig en að bregðast við vömbunum sem skiluðu sér með örstuttu millibili niður rör við hlið hennar. Þegar sú/sá sem mataði rörið heyrði loksins í henni, skildist vel að Stínu hafði runnið í skap... allnokkuð og það skilaði sér á kjarnyrtri íslensku upp rörið. Blessunin hún Stína, friður fylgi henni yfir landamærin......þegar ég birtist væri hún vís með að segja...loksins, og glotta eins og henni einni var lagið.
Hér rignir enn eins og syndafallið sé rétt ókomið, það verður ekki þurrkað úti, þvotturinn minn þennan daginn..... pása.
Búin að taka vænan skurk í tiltekt og þrifum, eldhúsið mitt er orðið eins og það á að vera... nema gólfið, það fær að bíða eftir Maju, búin að skipta á rúminu, með aðstoð Gísla, enda sefur hann þar líka, taka upp úr töskunni, setja í fyrstu þvottavél dagsins ..... er ég ekki bara dugleg?
P.S. Moppaði líka gólfin og náði flugufj...... eða frænku hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 113446
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007